Innlent

Mikill meiri­hluti telur kjör ör­yrkja vera slæm

Atli Ísleifsson skrifar
Frá ráðstefnu ÖBÍ réttindasamtaka í gær.
Frá ráðstefnu ÖBÍ réttindasamtaka í gær. ÖBÍ

Mikill meirihluti Íslendinga telur kjör öryrkja ýmis frekar eða mjög slæm og segir brýnt að bæta þau.

Þetta er kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Gallup vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök og kynntar voru á málþingi ÖBÍ réttindasamtaka á Grand hótel í gær.

Fram kemur að alls hafi 38,1 prósent talið kjör öryrkja vera mjög slæm og 43,6 prósent sögðu þau frekar slæm. Lítill munur hafi verið á afstöðu eftir aldri, kyni, búsetu, menntun eða tekjum.

„Svarendur voru beðnir um að taka afstöðu til þess hversu brýnt er að bæta kjör öryrkja. Þeim var gert að gefa svar á kvarðanum 0 til 10 þar sem 0 þýðir alls ekki brýnt en 10 mjög brýnt. Meðaltal svara var 8 sem þýðir að meginþorri landsmanna telur brýnt að bæta kjörin. Alls sagði 33,1 prósent, rétt tæpur þriðjungur, mjög brýnt að bæta kjörin og gaf svarið 10.

Enn fremur voru þátttakendur í könnuninni spurðir hverjar þær telja tekjur öryrkja ( þ.e. óskertan örorkulífeyri) vera, hvað þeir telji æskilegt að óskertur örorkulífeyrir sé sem og um hvað myndi duga viðkomandi til framfærslu á mánuði ef viðkomandi missti starfsgetuna á morgun.

Að meðaltali svöruðu þátttakendur því að þeir telji óskertan örorkulífeyri 278.976 kr. eftir skatt, að æskilegar tekjur væru 388.650 og að þeir þyrftu sjálfir 466.259 kr.,“ segir í tilkynningu frá ÖBÍ.

Tengd skjöl



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×