Lífið

Réðust á Tekashi 6ix9ine í gufu­baði líkams­ræktar­stöðvar

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 26 ára Tekashi 6ix9ine heitir Daniel Hernandez réttu nafni.
Hinn 26 ára Tekashi 6ix9ine heitir Daniel Hernandez réttu nafni. Getty

Bandaríski rapparinn Tekashi 6ix9ine var fluttur særður á sjúkrahús eftir að hópur manna réðst á hann í gufubaði líkamsræktarstöðvar í Flórída í nótt.

TMZ greinir frá málinu. Þar segir að sjúkraliði hafi metið meiðslin það alvarleg að ákveðið hafi verið að flytja hann á sjúkrahús.

Lögmaður hins 26 ára rappara segir að Tekashi 6ix9ine, sem heitir Daniel Hernandez réttu nafni, hafi verið staddur í gufubaði á líkamsræktarstöð þegar hópur manna réðst skyndilega á hann.

Rapparinn hafi reynt að verjast árásinni, en árásarmennirnir hafi verið það margir að hann hafi slasast illa. Hann hlaut áverka meðal annars á höfði og andliti.

Lögregla og sjúkralið var kallað á staðinn og var ákveðið að flytja rapparann á sjúkrahús. Ekki liggur fyrir hvort einhver hafi verið handtekinn vegna árásarinnar.

Tekashi 6ix9ine rataði í fréttirnar árið 2019 þegar hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir hótanir og vopnalagabrot.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.