Lífið

Seldu íbúð á Ís­landi á 55 milljónir og keyptu ein­býlis­hús á 8,5 milljónir í Dan­mörku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnús og Hjördís elska lífið í Danmörku
Magnús og Hjördís elska lífið í Danmörku

Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti hjónin Hjördísi Ingvarsdóttur og Magnús Guðfinnsson sem seldu litla blokkaríbúð á Íslandi og fengu í staðinn skuldlaust krútthús í þorpi á Jótlandi.

Þau voru varla lent þegar þau opnuðu bistró með íslenskan fisk og franskar. Hjónin eru einstaklega drífandi og greinilega með mikla ævintýraþrá og hafa hreiðrað um sig í Danmörku.

Þau fjárfestu í 130 fermetra einbýlishúsi í Assens sem var ekki í góðu standi þegar þau fjárfestu en hafa gert mikið fyrir eignina.

Þau seldu 87 fermetra íbúð í Norðlingaholtinu á 55 milljónir og keyptu 200 fermetra eign í Danmörku á 8,5 milljónir og eyddu aðeins tveimur milljónum í endurbæturnar.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Hvar er best að búa? þar sem sjá má húsið sem hjónin keyptu.

Klippa: Seldu íbúð á Íslandi á 55 milljónir og keyptu einbýlishús á 8,5 milljónir í Danmörku

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.