Maðurinn var með litlum lífsmörkum en samkvæmt upplýsingum frá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar báru endurlífgunartilraunir ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.
Tæknideild lögreglunnar og rannsóknarlögreglumenn voru að störfum á vettvangi í morgun.
Málið er í rannsókn og mun lögreglan ekki tjá sig um það frekar í bili.