Innlent

Tveir handteknir í tengslum við andlát í miðbænum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Þingholtunum í morgun.
Frá Þingholtunum í morgun. Vísir

Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við andlát í Þingholtunum í Reykjavíkur í morgun. Tilkynning barst á sjöunda tímanum í morgun um hávaða og háreysti í húsi en þegar lögregluþjóna bar að garði var þar maður meðvitundarlaus.

Maðurinn var með litlum lífsmörkum en samkvæmt upplýsingum frá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar báru endurlífgunartilraunir ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.

Tæknideild lögreglunnar og rannsóknarlögreglumenn voru að störfum á vettvangi í morgun.

Málið er í rannsókn og mun lögreglan ekki tjá sig um það frekar í bili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.