„Flókið“ að íbúar þurfi nú að aðgreina plast í fjóra flokka Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. mars 2023 07:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú beðnir um að aðgreina plast í fjóra flokka sem einhverjir hafa býsnast yfir. vísir Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú beðnir um að aðgreina plast í fjóra flokka og skila á endurvinnslustöðvar Sorpu sem netverjar hafa sumir býsnast yfir og segja flokkun orðna allt of flókna. Þróunarstjóri Sorpu segir að félagið hafi verið eftirbátur í endurvinnslu og að töluverðar breytingar séu í farvatninu. „Nú flokkum við plast í fjóra flokka á endurvinnslustöðvum Sorpu. Plastumbúðir, plastfilma, hart plast og frauðplast. Munið að flokkunin byrjar heima!“ Svona hljóðar nýleg tilkynning frá Sorpu þar sem fólk er beðið um að huga að þessum fjórum flokkum þegar plasti er safnað saman. Flokkunarkvíði? Fyrirkomulagið hefur farið öfugt ofan í marga sem segja flokkun orðna allt of flókna og í einhverjum tilfellum valda flokkunarkvíða. Einn segir að um galna tilætlunarsemi sé að ræða. Er flokkunarkvíði eitthvað ? Maður vill alveg gera vel en þetta er bara farið að verða svolítið flókið ofan á allt í lífinu. Svo eigum við líka að skila skattaskýrslu núna og og … pic.twitter.com/ufOl1SOM8I— Sólveig Skaftadóttir (@zolais) March 12, 2023 Fjórum plastgámum hefur skipulega verið komið fyrir á endurvinnslustöðvum Sorpu en tilhugsunin um fjögurra flokka plastflokkun, inni á heimilum í landi þar sem fermetraverð hefur sjaldan verið hærra, er sumum ofviða. Segir fólk vilja ganga lengra Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir að allt sé þetta sé gert af umhverfisástæðum en ekki síður hagkvæmnisástæðum enda sé ávinningur af því að ná sérstökum plasttegundum frá almennum plaststraumi. Aðspurður segist hann ekki óttast að flækjustig sem þetta hafi fælingarmátt þegar kemur að flokkun. „Okkar upplifun af flokkun á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega á flokkun á matarleifum er að Sorpa hefur verið eftir á. Þannig við erum í raun að ná almenningi. Þannig ég held öðru nær að almenningur og fólkið á höfuðborgarsvæðinu það vill að við gerum meira. Þannig við hefðum átt að vera miklu fyrr með þetta,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og þróunarstjóri Sorpu.ívar fannar arnarsson Ekki hægt að skila plastinu aðgreindu í grenndargáma Ekki verður boðið upp á fjögurra flokka plastflokkun við grenndargáma heldur einungis á þeim sex endurvinnslustöðvum sem Sorpa heldur úti á höfuðborgarsvæðinu. „Og þeir eru hugsaðir fyrir svona plast sem þú ert sjaldan með í höndunum. Þú ert sjaldan með frauðplast utan af sjónvarpi, nema að þú kaupir sjónvarp mjög oft sem ég vona að þú gerir ekki. Þú ert sjaldan með filmuplast utan af sófanum þínum og þú ert sjaldan að henda garðhúsgögnunum þínum. Þannig þetta er hugsað fyrir það sem þú ert að losa þig við einu sinni til tvisvar á ári.“ Þetta eru plastflokkarnir fjórir.sorpa Breytingar á grenndargámum „Grenndargámunum verður breytt aðeins núna þegar nýja kerfið kemur. Þeir munu ekki nema í undantekningartilvikum taka við plasti og pappír heldur verða þeir aðallega fyrir gler, málma, föt og skó og flöskur og dósir þannig þetta eru töluverðar breytingar í farvatninu.“ Kæra sorpa, annað hvort gerir þú flokkun einfalda eða sleppir þessu. Við erum Íslendingar, ekki Þjóðverjar. https://t.co/S16DPZmUIK— Auður Kolbrá (@Audurkolbra) March 12, 2023 Hann segist nokkuð viss um að við séum fyrsta landið á Norðurlöndunum þar sem boðið er upp á margskipta plastflokkun. „Þannig nú geta Svíarnir bent á Íslendinga sem eru loksins að leiða eitthvað í endurvinnslumálum. Sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins eru ekki með þetta kerfi en þau hafa safnað matarleifum mjög lengi sem við hörfum ekki gert fyrr en núna en við erum einmitt að fara að rúlla út tunnum fyrir matarleifar á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu eftir bara örfáa mánuði.“ „Mjög“ flókið Og á meðan fréttastofa var á vettvangi mætti einn með plast í endurvinnslu og þurfti að skipta því í þessa nýju flokka. Finnst þér þetta flókið? „Já, mjög,“ segir Daníel Filipps Þórdísarson. Daníel þurfti aðstoð starfsmanns við að aðgreina plastið í flokka.skjáskot/stöð 2 Vissir þú af því að nú á að flokka plast í fjóra flokka? „Já ég var búin að heyra af því en vissi ekkert hvernig ég átti að flokka það.“ „Þessi poki hérna fer í gráa gáminn hérna hinum megin. Þessi fer í pressuna, harða plastið.“ „Þetta er bandvitlaust“ Nú heyrir maður fólk stundum býsnast yfir flokkun og því haldið fram að öllu sé þessu flokkaða rusli að lokum blandað saman úti í heimi, er þetta rétt? „Þetta er bandvitlaust. Ég hef sjálfur farið og skoðað plastendurvinnslu og pappírsendurvinnslu. Við værum ekki að standa í öllu þessu ef við hefðum mjög einfalda leið til að moka þessu ofan í holu og moka yfir.“ Sorpa Umhverfismál Mest lesið Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Erlent Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Erlent Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Innlent Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Innlent Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent „Ég stend við þessa ákvörðun“ Innlent Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Erlent Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Erlent Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur Innlent Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í út frá kerti á svölum Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur „Ég stend við þessa ákvörðun“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Ráðherra stendur fastur á sínu og möguleg ofgreining á ADHD „Við erum hundfúl yfir þessu“ Rúta í ljósum logum á Ísafirði Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Grænt ljós á Flensborgarhöfn Lagði á flótta á Vegmúla Sýkna Sólveigar stendur Bjóða almenningi í heimsókn „Upp með pelana og fjörið“ Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mótmælt fyrir utan Ítalíu Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Virkjanaleyfið kært aftur Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Lögregla kölluð til vegna manns með eggvopn í strætó Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Telur niðurstöðu dómsmálaráðherra órökrétta Sjá meira
„Nú flokkum við plast í fjóra flokka á endurvinnslustöðvum Sorpu. Plastumbúðir, plastfilma, hart plast og frauðplast. Munið að flokkunin byrjar heima!“ Svona hljóðar nýleg tilkynning frá Sorpu þar sem fólk er beðið um að huga að þessum fjórum flokkum þegar plasti er safnað saman. Flokkunarkvíði? Fyrirkomulagið hefur farið öfugt ofan í marga sem segja flokkun orðna allt of flókna og í einhverjum tilfellum valda flokkunarkvíða. Einn segir að um galna tilætlunarsemi sé að ræða. Er flokkunarkvíði eitthvað ? Maður vill alveg gera vel en þetta er bara farið að verða svolítið flókið ofan á allt í lífinu. Svo eigum við líka að skila skattaskýrslu núna og og … pic.twitter.com/ufOl1SOM8I— Sólveig Skaftadóttir (@zolais) March 12, 2023 Fjórum plastgámum hefur skipulega verið komið fyrir á endurvinnslustöðvum Sorpu en tilhugsunin um fjögurra flokka plastflokkun, inni á heimilum í landi þar sem fermetraverð hefur sjaldan verið hærra, er sumum ofviða. Segir fólk vilja ganga lengra Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir að allt sé þetta sé gert af umhverfisástæðum en ekki síður hagkvæmnisástæðum enda sé ávinningur af því að ná sérstökum plasttegundum frá almennum plaststraumi. Aðspurður segist hann ekki óttast að flækjustig sem þetta hafi fælingarmátt þegar kemur að flokkun. „Okkar upplifun af flokkun á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega á flokkun á matarleifum er að Sorpa hefur verið eftir á. Þannig við erum í raun að ná almenningi. Þannig ég held öðru nær að almenningur og fólkið á höfuðborgarsvæðinu það vill að við gerum meira. Þannig við hefðum átt að vera miklu fyrr með þetta,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og þróunarstjóri Sorpu.ívar fannar arnarsson Ekki hægt að skila plastinu aðgreindu í grenndargáma Ekki verður boðið upp á fjögurra flokka plastflokkun við grenndargáma heldur einungis á þeim sex endurvinnslustöðvum sem Sorpa heldur úti á höfuðborgarsvæðinu. „Og þeir eru hugsaðir fyrir svona plast sem þú ert sjaldan með í höndunum. Þú ert sjaldan með frauðplast utan af sjónvarpi, nema að þú kaupir sjónvarp mjög oft sem ég vona að þú gerir ekki. Þú ert sjaldan með filmuplast utan af sófanum þínum og þú ert sjaldan að henda garðhúsgögnunum þínum. Þannig þetta er hugsað fyrir það sem þú ert að losa þig við einu sinni til tvisvar á ári.“ Þetta eru plastflokkarnir fjórir.sorpa Breytingar á grenndargámum „Grenndargámunum verður breytt aðeins núna þegar nýja kerfið kemur. Þeir munu ekki nema í undantekningartilvikum taka við plasti og pappír heldur verða þeir aðallega fyrir gler, málma, föt og skó og flöskur og dósir þannig þetta eru töluverðar breytingar í farvatninu.“ Kæra sorpa, annað hvort gerir þú flokkun einfalda eða sleppir þessu. Við erum Íslendingar, ekki Þjóðverjar. https://t.co/S16DPZmUIK— Auður Kolbrá (@Audurkolbra) March 12, 2023 Hann segist nokkuð viss um að við séum fyrsta landið á Norðurlöndunum þar sem boðið er upp á margskipta plastflokkun. „Þannig nú geta Svíarnir bent á Íslendinga sem eru loksins að leiða eitthvað í endurvinnslumálum. Sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins eru ekki með þetta kerfi en þau hafa safnað matarleifum mjög lengi sem við hörfum ekki gert fyrr en núna en við erum einmitt að fara að rúlla út tunnum fyrir matarleifar á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu eftir bara örfáa mánuði.“ „Mjög“ flókið Og á meðan fréttastofa var á vettvangi mætti einn með plast í endurvinnslu og þurfti að skipta því í þessa nýju flokka. Finnst þér þetta flókið? „Já, mjög,“ segir Daníel Filipps Þórdísarson. Daníel þurfti aðstoð starfsmanns við að aðgreina plastið í flokka.skjáskot/stöð 2 Vissir þú af því að nú á að flokka plast í fjóra flokka? „Já ég var búin að heyra af því en vissi ekkert hvernig ég átti að flokka það.“ „Þessi poki hérna fer í gráa gáminn hérna hinum megin. Þessi fer í pressuna, harða plastið.“ „Þetta er bandvitlaust“ Nú heyrir maður fólk stundum býsnast yfir flokkun og því haldið fram að öllu sé þessu flokkaða rusli að lokum blandað saman úti í heimi, er þetta rétt? „Þetta er bandvitlaust. Ég hef sjálfur farið og skoðað plastendurvinnslu og pappírsendurvinnslu. Við værum ekki að standa í öllu þessu ef við hefðum mjög einfalda leið til að moka þessu ofan í holu og moka yfir.“
Sorpa Umhverfismál Mest lesið Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Erlent Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Erlent Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Innlent Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Innlent Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent „Ég stend við þessa ákvörðun“ Innlent Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Erlent Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Erlent Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur Innlent Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í út frá kerti á svölum Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur „Ég stend við þessa ákvörðun“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Ráðherra stendur fastur á sínu og möguleg ofgreining á ADHD „Við erum hundfúl yfir þessu“ Rúta í ljósum logum á Ísafirði Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Grænt ljós á Flensborgarhöfn Lagði á flótta á Vegmúla Sýkna Sólveigar stendur Bjóða almenningi í heimsókn „Upp með pelana og fjörið“ Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mótmælt fyrir utan Ítalíu Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Virkjanaleyfið kært aftur Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Lögregla kölluð til vegna manns með eggvopn í strætó Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Telur niðurstöðu dómsmálaráðherra órökrétta Sjá meira