Síðdegis í dag var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna fjórhjólamanns sem slasast hafði við fjallið Strút á Mælifellssandi.
Í tilkynningu á Facebooksíðu Landhelgisgæslunnar segir að þegar þyrlan kom á vettvang hafi sjúkraflutningamenn og björgunarsveitarfólk á vegum Landsbjargar þegar verið komið á staðinn.
Hlúð hafi verið að manninum á staðnum áður en hann var fluttur á Landspítalann í Fossvogi um borð í TF-GNÁ.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.