Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að Harijs sé ekki talinn vera hættulegur. Hann er 28 ára gamall og er frá Lettlandi.
Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Harijs, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 112.
Harijs er jafnframt hvattur til að gefa sig fram við lögreglu.
