Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Seðlabankinn hefur gert viðskiptabönkunum að leggja meira fé til hliðar vegna vaxandi áhættu að undanförnu. Bankarnir, heimilin og fyrirtækin standa þó almennt vel og vanskil sjaldan verið minni.

Erlendis er greint frá vaxandi áhyggjum innan bankageirans, hlutabréf í svissneska bankanum Credit Suisse hríðféllu í dag og evrópskar kauphallir eru flestar rauðar eftir daginn. Við greinum ítarlega frá þessum málum í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra sem ætlað er að hraða meðferð umsókna um hælisvist á Íslandi verður að lögum frá Alþingi í kvöld. Hópur flóttamanna frá Írak mótmælti fyrir utan Alþingi þar sem atkvæðagreiðsla hófst á sjötta tímanum.

Litlu munaði að illa færi fyrir fimm manna fjölskyldu á Eyrarbakka þegar eldur kviknaði út frá hlaupahjóli sem var í hleðslu á heimilinu. Húsið fylltist fljótt af reyk og sóti og er enn óíbúðarhæft. Við ræðum við íbúa hússins í kvöldfréttum.

Við ræðum einnig við Ragnar Þór Ingólfsson sem var endurkjörinn formaður VR í dag eftir nokkuð harða kosningarbaráttu og sýnum frá bestu og stærstu gervigreind sem nú er opin almenningi og kann íslensku. Rithöfundur segir hana hafa burði til að bjarga tungumálinu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×