Innlent

Að­lögun að lofts­lags­breytingum: Hvað getum við gert og þurfum að gera?

Bjarki Sigurðsson skrifar
Um er að ræða þverfaglega málstofu.
Um er að ræða þverfaglega málstofu. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands stendur fyrir málstofu í dag milli klukkan níu til tólf á Icelandair Hotel Natura um loftslagsbreytingar til að öðlast yfirsýn yfir stöðu þekkingar á sviði loftslagsbreytinga og aðlögunar og að styrkja tengslanet á milli aðila sem starfa á þessu sviði. 

Á þessum fyrsta viðburði verður samráðsvettvangurinn kynntur og viðfangsefnið kynnt frá ýmsum sjónarhornum, enda áskorunin af því tagi að samráð og samvinna við rannsóknir og miðlun skiptir höfuðmáli.

Hægt er að fylgjast með málstofunni í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

Stjórn samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga var skipuð í september 2022 og hélt sinn fyrsta fund í október sama ár. Fulltrúar stjórnar eru skipaðir til eins árs af umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra eftir tilnefningu eftirtalinna aðila:

Veðurstofu Íslands 

Samstarfsnefnd háskólastigsins

Stofnun Sæmundar fróða

Hafrannsóknastofnun

Náttúrufræðistofnun Íslands

Umhverfisstofnun

Embætti landlæknisAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.