Fólk setti út á ótrúlegustu hluti en hann heldur ótrauður áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 13. mars 2023 22:25 James Einar Becker er stjórnandi Tork gaurs. Vísir/Vilhelm Önnur þáttaröð af bílaþættinum Tork gaur hefst á morgun hér á Vísi. James Einar Becker, stjórnandi þáttanna, segir fyrstu þáttaröðina hafa gengið vonum framan og að hann sé afar spenntur fyrir þeirri næstu. Bílaþættirnir Tork gaur hófu göngu sína hér á Vísi undir lok síðasta árs. Þar reynsluók James Einar Becker hinum ýmsu bílum og sýndi áhorfendum frá því. Meðal bíla voru Polestar 1, Hongqi e-HS9 og Porsche Cayman. Ford Bronco fyrstur á dagskrá Önnur þáttaröð hefst með látum á morgun þar sem James Einar prófar Ford Bronco í íslenska snjónum. James er mjög spenntur og segir að nú hafi gengið miklu betur að fá bakhjarla með sér í lið. „Annað hvort að lána mér bíl eða vera með mér í einhverskonar formi í þáttunum og svo framvegis. Hvort sem það séu umboð eða bara prívat-eigendur eða hvernig sem það er,“ segir James í samtali við fréttastofu. Hann komst þó ekki í gegnum fyrstu þáttaröðina gagnrýnislaus en fólk gat sett út á ótrúlegustu hluti, til dæmis að hann væri í kolvitlausum ökuskóm. „Fólk lét alveg sínar skoðanir í ljós. Sumum fannst ég sletta fullmikið á ensku til dæmis. Sem er svo sem alveg ágætur punktur því það er margt í bílaheiminum sem er erfitt að þýða yfir á íslensku. Íslendingar nota rosa mikið ensku orðin yfir þetta. Svo er ég hálfur Íri svo enska er hitt móðurmálið mitt. Það er mér eðlislægara að sletta á ensku,“ segir James. Draumabíllinn ekki náðst Þættirnir verða með svipuðu sniði og áður því eins og James segir, þá þarf ekki að laga eitthvað sem er ekki bilað. Hann reynir að miða við áhorfstölur síðustu þáttaraðar til að sjá hvað virkar. Aðspurður hvað heilaga gralið fyrir hann sem stjórnanda þáttanna sé segir hann það vera að vissu leiti breytilegt. Eins og er sé það Porsche Taycan. „Rafmagnsbíll sem ég er búinn að reyna að fá, bæði hjá umboði og eigendum og það gengur ekkert. Það er ekki að það sé draumbíllinn fyrir mig að prófa en því erfiðara sem það er fyrir mig að nálgast hann því þrjóskari verð ég að ná í hann. Þess vegna er það draumbíllinn akkúrat núna,“ segir James. Fyrsti þátturinn af annarri þáttaröð Tork gaurs fer í loftið hér á Vísi klukkan sex í fyrramálið. Tork gaur Bílar Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Bílaþættirnir Tork gaur hófu göngu sína hér á Vísi undir lok síðasta árs. Þar reynsluók James Einar Becker hinum ýmsu bílum og sýndi áhorfendum frá því. Meðal bíla voru Polestar 1, Hongqi e-HS9 og Porsche Cayman. Ford Bronco fyrstur á dagskrá Önnur þáttaröð hefst með látum á morgun þar sem James Einar prófar Ford Bronco í íslenska snjónum. James er mjög spenntur og segir að nú hafi gengið miklu betur að fá bakhjarla með sér í lið. „Annað hvort að lána mér bíl eða vera með mér í einhverskonar formi í þáttunum og svo framvegis. Hvort sem það séu umboð eða bara prívat-eigendur eða hvernig sem það er,“ segir James í samtali við fréttastofu. Hann komst þó ekki í gegnum fyrstu þáttaröðina gagnrýnislaus en fólk gat sett út á ótrúlegustu hluti, til dæmis að hann væri í kolvitlausum ökuskóm. „Fólk lét alveg sínar skoðanir í ljós. Sumum fannst ég sletta fullmikið á ensku til dæmis. Sem er svo sem alveg ágætur punktur því það er margt í bílaheiminum sem er erfitt að þýða yfir á íslensku. Íslendingar nota rosa mikið ensku orðin yfir þetta. Svo er ég hálfur Íri svo enska er hitt móðurmálið mitt. Það er mér eðlislægara að sletta á ensku,“ segir James. Draumabíllinn ekki náðst Þættirnir verða með svipuðu sniði og áður því eins og James segir, þá þarf ekki að laga eitthvað sem er ekki bilað. Hann reynir að miða við áhorfstölur síðustu þáttaraðar til að sjá hvað virkar. Aðspurður hvað heilaga gralið fyrir hann sem stjórnanda þáttanna sé segir hann það vera að vissu leiti breytilegt. Eins og er sé það Porsche Taycan. „Rafmagnsbíll sem ég er búinn að reyna að fá, bæði hjá umboði og eigendum og það gengur ekkert. Það er ekki að það sé draumbíllinn fyrir mig að prófa en því erfiðara sem það er fyrir mig að nálgast hann því þrjóskari verð ég að ná í hann. Þess vegna er það draumbíllinn akkúrat núna,“ segir James. Fyrsti þátturinn af annarri þáttaröð Tork gaurs fer í loftið hér á Vísi klukkan sex í fyrramálið.
Tork gaur Bílar Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira