Hjartnæmt myndskeið sýnir mæðgur sameinaðar á ný eftir 29 ár Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 13. mars 2023 20:01 Myndskeiðið af endurfundunum var tekið upp árið 2018 en það var ekki fyrr en í seinasta mánuði að Allie ákvað að birta það á samfélagsmiðlum. TikTok Meðfylgjandi myndskeið hefur fangað hug og hjörtu netverja eftir að hin bandaríska Allie Murphy Seabock birti það á TikTok nú á dögunum. Þar má sjá augnablikið þegar móðir Allie og dóttirin sem hún gaf til ættleiðingar nær þremur áratugum áður eru sameinaðar á ný, og eins og vænta má eru endurfundirnir afar tilfinningaþrungnir. „Þegar mamma mín var 19 ára eignaðist hún barn, og tók þá erfiðu ákvörðun að gefa hana til ættleiðingar,“ ritar Allie í texta sem birtist með myndskeiðinu. Móðir Allie er ekki nefnd á nafn. Allie segir að ekki hafi dagur liðið án þess að móðir hennar hugsaði til barnsins sem hún gaf frá sér, og að ákvörðunin hafi verið sú erfiðasta sem hún hefði nokkurn tímann þurft að taka. „Ættleiðingarferlið var lokað, en systir mín tók DNA próf, komst í kjölfarið að því hver móðir mín væri og hafði samband við hana.“ Móðir Allie minntist aldrei á það við Allie eða systkini hennar að hún hefði eignast dóttur þegar hún var 19 ára gömul. „Við ólumst upp án þess að hafa nokkra vitneskju um að mamma okkar ætti annað barn, hana Jamee. Við komust ekki að því fyrr en Jamee fann mömmu okkar,“ segir Allie í öðru myndskeiði á TikTok þar sem hún og móðir hennar sitja fyrir svörum. @allieseabock a very special day for our family #adoption #adopted #adopt #adoptionstory #adoptionstories #momanddaughter #reunited #fyp #viralvideo #reunion #familyreunited #specialmoments Ambient-style emotional piano - MoppySound Vonaði og bað Einn daginn hafði fósturmóðir Jamee samband við móður Allie á Facebook og tjáði henni að dóttir hennar væri að leita að sinni líffræðilegu móður. Hún sendi henni mynd af Jamee. Móðir Allie sendi myndina á systur sína, sem var eina manneskjan sem vissi af því að hún hefði gefið dóttur sína frá sér tæpum 30 árum áður. Móðir Allie segir að þær systurnar hafi þegar í stað byrjað að gráta hástöfum og síðan hafi systir hennar sagt: „Þetta er barnið þitt.“ Móðir Allie segist alla tíð hafa hugsað til dóttur sinnar, og vonað innilega að hún væri hjá fjölskyldu sem veitti henni ást og umhyggju. „Ég vildi ekki þvinga neinu fram, en á hverjum degi vonaði ég og bað að hún myndi finna mig,“ segir hún. Allie segir móður sína hafa kallað sig og systkini sín á fund eftir að Jamee hafði samband, og tjáð þeim gráklökk að árum saman væri hún búin að eiga leyndarmál sem hún hefði ekki þorað að deila með neinum. Allie segist í fyrsta hafa haldið að móðir hennar hefði framið glæp. Hana grunaði aldrei að móðir hennar ætti annað barn. Miklar undirtektir Myndskeiðið af endurfundunum var tekið upp árið 2018 en það var ekki fyrr en í seinasta mánuði að Allie ákvað að birta það á samfélagsmiðlum. Síðan þá hefur myndskeiðið fengið yfir 14 milljón áhorf og í kjölfarið hefur verið fjallað um það í fjölmörgum fjölmiðlum vestanhafs. Hátt í 18 þúsund manns hafa ritað athugasemdir undir færsluna, og margir hafa deilt sínum eigin reynslusögum af ættleiðingu. „Ég vona að sonur minn eigi eftir að finna mig. Ég óska þess á hverju ári, þegar hann á afmæli. Hann verður 29 ára á þessu ári. Ég táraðist við að horfa á þetta,“ skrifar ein kona. Annar netverji skrifar: „Ég er með kökk í hálsinum. Ég á systur sem er fjórum árum eldri en ég. Mamma mín eignaðist hana þegar hún var 16 ára. Hún hugsar stöðugt um hana.“ Bandaríkin Grín og gaman Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira
„Þegar mamma mín var 19 ára eignaðist hún barn, og tók þá erfiðu ákvörðun að gefa hana til ættleiðingar,“ ritar Allie í texta sem birtist með myndskeiðinu. Móðir Allie er ekki nefnd á nafn. Allie segir að ekki hafi dagur liðið án þess að móðir hennar hugsaði til barnsins sem hún gaf frá sér, og að ákvörðunin hafi verið sú erfiðasta sem hún hefði nokkurn tímann þurft að taka. „Ættleiðingarferlið var lokað, en systir mín tók DNA próf, komst í kjölfarið að því hver móðir mín væri og hafði samband við hana.“ Móðir Allie minntist aldrei á það við Allie eða systkini hennar að hún hefði eignast dóttur þegar hún var 19 ára gömul. „Við ólumst upp án þess að hafa nokkra vitneskju um að mamma okkar ætti annað barn, hana Jamee. Við komust ekki að því fyrr en Jamee fann mömmu okkar,“ segir Allie í öðru myndskeiði á TikTok þar sem hún og móðir hennar sitja fyrir svörum. @allieseabock a very special day for our family #adoption #adopted #adopt #adoptionstory #adoptionstories #momanddaughter #reunited #fyp #viralvideo #reunion #familyreunited #specialmoments Ambient-style emotional piano - MoppySound Vonaði og bað Einn daginn hafði fósturmóðir Jamee samband við móður Allie á Facebook og tjáði henni að dóttir hennar væri að leita að sinni líffræðilegu móður. Hún sendi henni mynd af Jamee. Móðir Allie sendi myndina á systur sína, sem var eina manneskjan sem vissi af því að hún hefði gefið dóttur sína frá sér tæpum 30 árum áður. Móðir Allie segir að þær systurnar hafi þegar í stað byrjað að gráta hástöfum og síðan hafi systir hennar sagt: „Þetta er barnið þitt.“ Móðir Allie segist alla tíð hafa hugsað til dóttur sinnar, og vonað innilega að hún væri hjá fjölskyldu sem veitti henni ást og umhyggju. „Ég vildi ekki þvinga neinu fram, en á hverjum degi vonaði ég og bað að hún myndi finna mig,“ segir hún. Allie segir móður sína hafa kallað sig og systkini sín á fund eftir að Jamee hafði samband, og tjáð þeim gráklökk að árum saman væri hún búin að eiga leyndarmál sem hún hefði ekki þorað að deila með neinum. Allie segist í fyrsta hafa haldið að móðir hennar hefði framið glæp. Hana grunaði aldrei að móðir hennar ætti annað barn. Miklar undirtektir Myndskeiðið af endurfundunum var tekið upp árið 2018 en það var ekki fyrr en í seinasta mánuði að Allie ákvað að birta það á samfélagsmiðlum. Síðan þá hefur myndskeiðið fengið yfir 14 milljón áhorf og í kjölfarið hefur verið fjallað um það í fjölmörgum fjölmiðlum vestanhafs. Hátt í 18 þúsund manns hafa ritað athugasemdir undir færsluna, og margir hafa deilt sínum eigin reynslusögum af ættleiðingu. „Ég vona að sonur minn eigi eftir að finna mig. Ég óska þess á hverju ári, þegar hann á afmæli. Hann verður 29 ára á þessu ári. Ég táraðist við að horfa á þetta,“ skrifar ein kona. Annar netverji skrifar: „Ég er með kökk í hálsinum. Ég á systur sem er fjórum árum eldri en ég. Mamma mín eignaðist hana þegar hún var 16 ára. Hún hugsar stöðugt um hana.“
Bandaríkin Grín og gaman Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning