Vill ekki deila „kven-bálkesti“ sínum með blásaklausum Ragnari Bjarki Sigurðsson skrifar 10. mars 2023 19:30 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir formann VR ekki eiga neinn heiður af ákvarðanatökum hennar eða fyrirætlunum sem formaður félagsins. Sem kvenréttindakona krefst hún þess að hætt verði að reyna að klína ábyrgð hennar á menn úti í bæ. Nú standa yfir kosningar til formanns stéttarfélagsins VR. Þar eru í framboði Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, og Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður VR. Kosningin er í fullum gangi og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudaginn í næstu viku. Miðað við færslu sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birti á Facebook-síðu sinni í kvöld hefur nafn Ragnars dregist inn í umræðuna um hennar störf. Hún segir að í kosningabaráttunni sem stendur yfir þyki það smart að gera Ragnar „samsekan“ í ýmislegu sem Sólveig hefur gert. „Þessi kreðsa er samt að eigin sögn gríðarlega femínísk. Þetta finnst mér voðalega ruglandi því síðast þegar að ég vissi þá er mjög mikilvægt í femínískum fræðum að boða “agency” (verkun) sem þátt í valdeflingu kvenna; getu kvenna til að grípa til markvissra aðgerða og stefna sjálfstætt að markmiðum, algjörlega óháð því hvað mönnum finnst, hvað þeir vilja eða hvaða skoðanir þeir hafa.“ skrifar Sólveig og birtir mynd af konu sem verið er að brenna á báli fyrir að vera norn. Nýtir konan sér eldinn til að kveikja sér í sígarettu og segir „Skítt með það“. Sólveig segist hafa verið kvenréttindakona frá blautu barnsbeini og hún hafi ávallt verið meðvituð um sína atbeini. Þá sver hún að Ragnar hafi á engan hátt komið nálægt ákvarðanatökum hennar eða fyrirætlunum sem kvenformanni í verkalýðshreyfingunni. „Ég er tilbúin til að játa samneyti við ketti og kölska, og geitur, bæði frekju og venjulegar, mörg síðustu ár. Og ef að þau vilja axla ábyrgð á hegðun minni og framkomu þá mun ég ekki gera neinar sérstakar athugasemdir við það. En sem kvenréttindakona bókstaflega krefst ég þess að hætt verði að reyna að klína ábyrgðinni á mér á menn útí bæ. Í nafni móðurgyðjunnar, hingað og ekki lengra: Ég hef engan áhuga á að deila kven-bálkestinum mínum með blásaklausum karli,“ skrifar Sólveig. Stéttarfélög Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Nú standa yfir kosningar til formanns stéttarfélagsins VR. Þar eru í framboði Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, og Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður VR. Kosningin er í fullum gangi og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudaginn í næstu viku. Miðað við færslu sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birti á Facebook-síðu sinni í kvöld hefur nafn Ragnars dregist inn í umræðuna um hennar störf. Hún segir að í kosningabaráttunni sem stendur yfir þyki það smart að gera Ragnar „samsekan“ í ýmislegu sem Sólveig hefur gert. „Þessi kreðsa er samt að eigin sögn gríðarlega femínísk. Þetta finnst mér voðalega ruglandi því síðast þegar að ég vissi þá er mjög mikilvægt í femínískum fræðum að boða “agency” (verkun) sem þátt í valdeflingu kvenna; getu kvenna til að grípa til markvissra aðgerða og stefna sjálfstætt að markmiðum, algjörlega óháð því hvað mönnum finnst, hvað þeir vilja eða hvaða skoðanir þeir hafa.“ skrifar Sólveig og birtir mynd af konu sem verið er að brenna á báli fyrir að vera norn. Nýtir konan sér eldinn til að kveikja sér í sígarettu og segir „Skítt með það“. Sólveig segist hafa verið kvenréttindakona frá blautu barnsbeini og hún hafi ávallt verið meðvituð um sína atbeini. Þá sver hún að Ragnar hafi á engan hátt komið nálægt ákvarðanatökum hennar eða fyrirætlunum sem kvenformanni í verkalýðshreyfingunni. „Ég er tilbúin til að játa samneyti við ketti og kölska, og geitur, bæði frekju og venjulegar, mörg síðustu ár. Og ef að þau vilja axla ábyrgð á hegðun minni og framkomu þá mun ég ekki gera neinar sérstakar athugasemdir við það. En sem kvenréttindakona bókstaflega krefst ég þess að hætt verði að reyna að klína ábyrgðinni á mér á menn útí bæ. Í nafni móðurgyðjunnar, hingað og ekki lengra: Ég hef engan áhuga á að deila kven-bálkestinum mínum með blásaklausum karli,“ skrifar Sólveig.
Stéttarfélög Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira