Innlent

Ör­magnaðist á göngu

Máni Snær Þorláksson skrifar
Björgunarfólk er það var á leið til aðstoðar í gær.
Björgunarfólk er það var á leið til aðstoðar í gær. Landsbjörg

Síðdegis í gær óskuðu tveir ferðamenn eftir aðstoð björgunarsveita. Ferðamennirnir voru á ferð að eða frá íshelli í Kötlujökli þegar annar þeirra örmagnaðist á göngunni.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru ferðamennirnir staddir á Vatnsrásarhöfði, rét norður af Remundargilshöfði en þar liggur þekkt gönguleið úr Þakgili að Kötlujökli.

Boðaðar voru út björgunarsveitir frá Vík og Kirkjubæjarklaustri. Björgunarsveitarfólkið fann ferðamennina tvo á gönguleiðinni um klukkan 18 í gær. Fengu ferðamennirnir þá aðstoð niður að björgunarsveitarbíl.

Í kjölfarið fengu ferðamennirnir far með bílnum inn í Þakgil þar sem þeir höfðu lagt bílnum sínum við upphaf gönguferðarinnar. Ferðamennirnir þurftu svo ekki á frekari aðstoð að halda og lauk því aðgerðinni í Þakgili. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.