Ágæt en fyrirsjáanleg niðurstaða Bjarki Sigurðsson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 8. mars 2023 11:46 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, stuttu eftir að niðurstaðan var kynnt í dag. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. Miðlunartillagan sem settur sáttasemjari, Ástráður Haraldsson, lagði fram í deilu Eflingar og SA var samþykkt í vikunni. Greint var frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag en tillagan öðlast strax gildi kjarasamnings. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki vænt mikilla vendinga í málinu en þó hafi það verið ánægjulegt að fá þessa niðurstöðu í málið. Hún hafi þó verið fyrirsjáanleg. „Ég held að það sé ágætt að það sé komin niðurstaða í þetta mál. Miðlunartillaga er mjög lýsandi orð. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu frá ríkissáttasemjara. Þegar upp er staðið held ég að þetta sé ágætlega farsæl lausn. Ég hef hins vegar gert mjög alvarlegar athugasemdir við fulla afturvirkni sem er tryggð í þessari miðlunartillögu. Ég tel að það sé röng niðurstaða og lagði fast að ríkissáttasemjara að draga einhverja afturvirkni til baka til þess að senda þau skilaboð inn í framtíðina að verkföll borga sig ekki eins og sannaðist í þessu dæmi,“ segir Halldór Benjamín. Klippa: Ágætlega farsæl lausn Hann segir að ef hann væri sjálfur meðlimur Eflingar myndi hann reyna að fá svör frá stéttarfélaginu hverju þeirra barátta skilaði í þessari deilu. „Miðlunartillagan er eins og hún er, það sem er mest um vert er það að krafist var Eflingarsamnings fyrir Eflingarfólk. Niðurstaðan er SGS-samningur fyrir SGS-félögin hringinn í kringum landið. Það er besta niðurstaðan og sú niðurstaða sem við væntum frá upphafi,“ segir Halldór Benjamín. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki veita viðtöl vegna málsins heldur snúa sér strax að öðrum málum. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, vegna niðurstöðunnar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Miðlunartillagan sem settur sáttasemjari, Ástráður Haraldsson, lagði fram í deilu Eflingar og SA var samþykkt í vikunni. Greint var frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag en tillagan öðlast strax gildi kjarasamnings. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki vænt mikilla vendinga í málinu en þó hafi það verið ánægjulegt að fá þessa niðurstöðu í málið. Hún hafi þó verið fyrirsjáanleg. „Ég held að það sé ágætt að það sé komin niðurstaða í þetta mál. Miðlunartillaga er mjög lýsandi orð. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu frá ríkissáttasemjara. Þegar upp er staðið held ég að þetta sé ágætlega farsæl lausn. Ég hef hins vegar gert mjög alvarlegar athugasemdir við fulla afturvirkni sem er tryggð í þessari miðlunartillögu. Ég tel að það sé röng niðurstaða og lagði fast að ríkissáttasemjara að draga einhverja afturvirkni til baka til þess að senda þau skilaboð inn í framtíðina að verkföll borga sig ekki eins og sannaðist í þessu dæmi,“ segir Halldór Benjamín. Klippa: Ágætlega farsæl lausn Hann segir að ef hann væri sjálfur meðlimur Eflingar myndi hann reyna að fá svör frá stéttarfélaginu hverju þeirra barátta skilaði í þessari deilu. „Miðlunartillagan er eins og hún er, það sem er mest um vert er það að krafist var Eflingarsamnings fyrir Eflingarfólk. Niðurstaðan er SGS-samningur fyrir SGS-félögin hringinn í kringum landið. Það er besta niðurstaðan og sú niðurstaða sem við væntum frá upphafi,“ segir Halldór Benjamín. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki veita viðtöl vegna málsins heldur snúa sér strax að öðrum málum. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, vegna niðurstöðunnar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira