Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.

Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. Við fjöllum um málið.

Verkbann Samtaka atvinnulífsins var löglega boðað og samtökunum yfirhöfuð heimilt að boða til verkbanna. Þetta er niðurstaða Félagsdóms en dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Forseti Alþýðusambands Íslands segir niðurstöðuna vonbrigði.

Skýrslutökum lauk í stóra kókaínmálinu svokallaða í dag. Fjórir íslenskir karlmenn sem ákærðir eru fyrir aðild að málinu, játa allir sök en segja sína þætti veigalitla. Mörgum spurningum í málinu er ósvarað en sakborningar í málinu og verjendur þeirra hafa gagnrýnt rannsókn lögreglu.

Á fimmta hundruð manns tóku þátt í svokölluðum þjóðfundi í Hörpu í dag um framtíð skólaþjónustu, þar sem ný heildarlöggjöf í málaflokknum er væntanleg. Mennta- og barnamálaráðherra mun koma á fót landsteymi á næstu dögum sem er ætlað er að taka á erfiðum málum.

Þá verður rætt við þingmann stjórnarandstöðunnar í beinni útsendingu um atkvæðagreiðslu sem snertir Lindarhvol ásamt því sem við fjöllum um breikkun Reykjanesbrautar og hittum listamanninn Juan en hann hefur einsett sér að lífga upp á umhverfið með því að skreyta veggi sem eru lítt augnayndi.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×