Hollenskir tollverðir gefa loks skýrslu fyrir dómi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. mars 2023 09:31 Sakborningarnir í dómsal í morgun. Páll Jónsson, Daði Björnsson, Birgir Halldórsson og Jóhannes Páll Durr. vísir Aðalmeðferð stóra kókaínmálsins heldur áfram í dag. Hollenskir tollverðir auk íslensk lögreglumanns munu gefa skýrslu fyrir dómi. Tæpar sjö vikur eru frá því að aðalmeðferð málsins hófst. Fjórir eru ákærðir í málinu, Páll Jónsson, timbursali á sjötugsaldri, auk þriggja manna sem allir eru í kringum þrítugt, Jóhannes Páll Durr, Daði Björnsson og Birgir Halldórsson. Þeir eru allir mættir í Héraðsdóm Reykjavíkur til að fylgjast með því sem fram fer. Talsverður fjöldi fólks er í dómssal. Blaðamenn frá öllum helstu miðlum landsins auk lögregluliðs sem sá um að koma sakborningum á staðinn. Mennirnir hafa allir setið í gæsluvarðhaldi frá því að þeir voru handteknir í ágúst síðastliðnum. Auk þess eru túlkar á staðnum sem túlka fyrir erlendu vitnin. Hafa allir játað aðild Mennirnir hafa allir játað að eiga þátt í fyrirhuguðum innflutningi á hundrað kílóum af kókaíni til landsins frá Brasilíu, með viðkomu í Hollandi. Efnin voru falin í trjádrumbum sem fluttir voru inn í gámi af fyrirtæki Páls, Hús og Harðviður. Kókaínið barst hins vegar aldrei til Íslands þar sem lögreglan komst á snoðir um áformin og lét hollensku lögregluna vita. Tollverðir í Rotterdam fundu efnin og skiptu þeim út fyrir gerviefni. Vísir fjallaði ítarlega um málið, vitnisburð mannanna, rannsakenda og annarra vitna á dögunum. Rannsakendur málsins telja að tvö aðskilin lið hafi komið að málinu sem hafi ekki vitað af hvort öðru. Ákærðu í málinu og verjendur þeirra hafa gagnrýnt rannsókn lögreglu og telja meðal annars að ráðist hafi verið of snemma í handtökur. Því kunni mögulegur höfuðpaur enn að ganga laus. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fjórir eru ákærðir í málinu, Páll Jónsson, timbursali á sjötugsaldri, auk þriggja manna sem allir eru í kringum þrítugt, Jóhannes Páll Durr, Daði Björnsson og Birgir Halldórsson. Þeir eru allir mættir í Héraðsdóm Reykjavíkur til að fylgjast með því sem fram fer. Talsverður fjöldi fólks er í dómssal. Blaðamenn frá öllum helstu miðlum landsins auk lögregluliðs sem sá um að koma sakborningum á staðinn. Mennirnir hafa allir setið í gæsluvarðhaldi frá því að þeir voru handteknir í ágúst síðastliðnum. Auk þess eru túlkar á staðnum sem túlka fyrir erlendu vitnin. Hafa allir játað aðild Mennirnir hafa allir játað að eiga þátt í fyrirhuguðum innflutningi á hundrað kílóum af kókaíni til landsins frá Brasilíu, með viðkomu í Hollandi. Efnin voru falin í trjádrumbum sem fluttir voru inn í gámi af fyrirtæki Páls, Hús og Harðviður. Kókaínið barst hins vegar aldrei til Íslands þar sem lögreglan komst á snoðir um áformin og lét hollensku lögregluna vita. Tollverðir í Rotterdam fundu efnin og skiptu þeim út fyrir gerviefni. Vísir fjallaði ítarlega um málið, vitnisburð mannanna, rannsakenda og annarra vitna á dögunum. Rannsakendur málsins telja að tvö aðskilin lið hafi komið að málinu sem hafi ekki vitað af hvort öðru. Ákærðu í málinu og verjendur þeirra hafa gagnrýnt rannsókn lögreglu og telja meðal annars að ráðist hafi verið of snemma í handtökur. Því kunni mögulegur höfuðpaur enn að ganga laus.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00