Ákærð fyrir að senda konu og barnsmóður manns nektarmyndir af honum Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2023 08:00 Konan sendi tveimur barnsmæðrum mannsins nektarmyndefni af honum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Ekki kemur fram í ákærunni hvernig konan sendi myndefnið. Vísir/Getty Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur konu fyrir kynferðisbrot. Hún dreifði nektarmyndum og myndskeiði af karlmanni án samþykkis hans til eiginkonu hans og barnmóður hans og annarrar barnmóður hans. Í ákærunni kemur fram að myndskeiðið sem konan sendi barnsmæðrum mannsins sýndi getnaðarlim hans. Myndefninu dreifði konan í september árið 2021. Háttsemi konunnar er sögð hafa verið til þess fallin að særa blygðunarsemi kvennanna tveggja sem hún sendi myndefnið. Brot konunnar eru talin varða við 199. grein a. og 209. grein almennra hegningarlaga. Það fyrra fjallar um dreifingu á nektarefni án samþykkis og við broti gegn því liggur allt að fjögurra ára fangelsi eða sekt. Síðarnefnd ákvæðið fjallar um lostugt athæfi sem særir blygðunarkennd. Við því liggur einnig fjögurra ára fangelsi en sex mánaða ef brotið þykir smávægilegt. Nýlega sýknaði Héraðsdómur Reykjaness konu af ákæru um að hafa dreift nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og konu sem maðurinn var í samskiptum við, meðal annars á þeirri forsendu að athæfið hafi ekki verið „lostugt“. Í dómnum kom fram að hvergi væri skýrt í lögum eða lögskýringargögnum hvert inntak hugtaksins „lostugt athæfi“ væri. Dómstólar hafi mótað skýringu og talið að með því væri átt við athöfn af kynferðislegum toga sem gengi skemmra en samræði og önnur kynferðismök. Í því máli voru meint brot konunnar framin fyrir lagabreytingu sem gerð var árið 2021. Samkvæmt nýju lögunum getur sá sem dreifir nektarmyndum eða myndböndum af öðrum í leyfisleysi átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi, sé það gert af ásetningi. Þannig þarf dreifing nektarmynda ekki lengur að teljast lostugt athæfi til þess að vera refsiverð. Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir „Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ 25. febrúar 2023 09:01 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Í ákærunni kemur fram að myndskeiðið sem konan sendi barnsmæðrum mannsins sýndi getnaðarlim hans. Myndefninu dreifði konan í september árið 2021. Háttsemi konunnar er sögð hafa verið til þess fallin að særa blygðunarsemi kvennanna tveggja sem hún sendi myndefnið. Brot konunnar eru talin varða við 199. grein a. og 209. grein almennra hegningarlaga. Það fyrra fjallar um dreifingu á nektarefni án samþykkis og við broti gegn því liggur allt að fjögurra ára fangelsi eða sekt. Síðarnefnd ákvæðið fjallar um lostugt athæfi sem særir blygðunarkennd. Við því liggur einnig fjögurra ára fangelsi en sex mánaða ef brotið þykir smávægilegt. Nýlega sýknaði Héraðsdómur Reykjaness konu af ákæru um að hafa dreift nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og konu sem maðurinn var í samskiptum við, meðal annars á þeirri forsendu að athæfið hafi ekki verið „lostugt“. Í dómnum kom fram að hvergi væri skýrt í lögum eða lögskýringargögnum hvert inntak hugtaksins „lostugt athæfi“ væri. Dómstólar hafi mótað skýringu og talið að með því væri átt við athöfn af kynferðislegum toga sem gengi skemmra en samræði og önnur kynferðismök. Í því máli voru meint brot konunnar framin fyrir lagabreytingu sem gerð var árið 2021. Samkvæmt nýju lögunum getur sá sem dreifir nektarmyndum eða myndböndum af öðrum í leyfisleysi átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi, sé það gert af ásetningi. Þannig þarf dreifing nektarmynda ekki lengur að teljast lostugt athæfi til þess að vera refsiverð.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir „Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ 25. febrúar 2023 09:01 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
„Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ 25. febrúar 2023 09:01