Ósáttur við fulla afturvirkni Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2023 10:50 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, er ágætlega ánægður með tillöguna. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. Á fréttamannafundi í dag tilkynnti Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilu Eflingar og SA, að hann hafi lagt fram miðlunartillögu í deilunni. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á föstudaginn og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku. Í samtali við fréttastofu segist Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, vera ágætlega ánægður með tillöguna. Deilan hafi verið komin í algjöran hnút. „Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að við gerum ráð fyrir því að báðir aðilar muni mæla með þessari miðlunartillögu sem er í öllum aðalatriðum sama miðilunartillaga og Aðalsteinn Leifsson lagði hér fram. Að því leitinu til getum við ekki annað en verið ágætlega ánægð með þessa framlagningu, jafnvel þó að við hefðum gert athugasemd og barist gegn því að full afturvirkni yrði tryggð í þessari miðlunartillögu,“ segir Halldór. Klippa: Báðir aðilar hafi skynjað að ábyrgð þeirra væri mikil Honum finnst það ekki rétt að verðlauna stéttarfélög sem framkvæma verkföll á umbjóðendur SA og því sé hann ósáttur með afturvirknina. Þó sé það alltaf þannig að allir þurfa að gefa einhvern afslátt á sína nálgun á lífið og tilveruna. „Ég get sagt að í þessari kjaradeilu hefur orðræðan verið með þeim hætti að það hefur gjörsamlega gengið fram af sjálfum mér. Ég ætla að lýsa því yfir hér. Margir þættir sem áttu sér stað í samtali hérna, annars vegar á síðustu dögum og ekki síður í samtölum á milli aðila í gegnum ríkissáttasemjara, vil ég trú að við séum búin að leggja einhver drög af brú til framtíðar sem vonandi við getum treyst á komandi mánuðum í aðdraganda langtímasamnings,“ segir Halldór. Deilunni sé að öllum líkindum lokið Hann metur það sem svo að nú sé kjaradeilunni að öllum líkindum lokið. Þá sé búið að leggja línuna fyrir það sem koma skal á opinbera vinnumarkaðnum en brátt ganga samninganefndir ríkisins og sveitarfélaga til samningaborðsins. „Línan hefur verið mörkuð á almenna vinnumarkaðnum og það er mín skoðun að almenni vinnumarkaðurinn eigi að fara með ferðinni þegar kemur að þessu,“ segir Halldór. Hann kallar eftir því að vinnulöggjöfin verði tekin til gagngerðar endurskoðunar. Það blasi við að löggjöfin veiti ekki þau verkfæri og tól sem talið var að hún gerði undanfarin ár. Mun mæla með tillögunni Aðspurður segist Halldór ætla að mælast til þess við félagsmenn SA að taka þátt og styðja miðlunartillöguna. „Ég vænti þess að þegar forystumenn ákveða að fara tiltekna leið að þeir tali þá fyrir þeirri leið sem þeir hafa markað. Ég ætla ekkert að spá hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verður en ég get lýst því yfir að ég muni mælast til þess við félagsmenn SA að þeir taki þátt og styðji þessa miðlunartillögu,“ segir Halldór. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Á fréttamannafundi í dag tilkynnti Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilu Eflingar og SA, að hann hafi lagt fram miðlunartillögu í deilunni. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á föstudaginn og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku. Í samtali við fréttastofu segist Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, vera ágætlega ánægður með tillöguna. Deilan hafi verið komin í algjöran hnút. „Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að við gerum ráð fyrir því að báðir aðilar muni mæla með þessari miðlunartillögu sem er í öllum aðalatriðum sama miðilunartillaga og Aðalsteinn Leifsson lagði hér fram. Að því leitinu til getum við ekki annað en verið ágætlega ánægð með þessa framlagningu, jafnvel þó að við hefðum gert athugasemd og barist gegn því að full afturvirkni yrði tryggð í þessari miðlunartillögu,“ segir Halldór. Klippa: Báðir aðilar hafi skynjað að ábyrgð þeirra væri mikil Honum finnst það ekki rétt að verðlauna stéttarfélög sem framkvæma verkföll á umbjóðendur SA og því sé hann ósáttur með afturvirknina. Þó sé það alltaf þannig að allir þurfa að gefa einhvern afslátt á sína nálgun á lífið og tilveruna. „Ég get sagt að í þessari kjaradeilu hefur orðræðan verið með þeim hætti að það hefur gjörsamlega gengið fram af sjálfum mér. Ég ætla að lýsa því yfir hér. Margir þættir sem áttu sér stað í samtali hérna, annars vegar á síðustu dögum og ekki síður í samtölum á milli aðila í gegnum ríkissáttasemjara, vil ég trú að við séum búin að leggja einhver drög af brú til framtíðar sem vonandi við getum treyst á komandi mánuðum í aðdraganda langtímasamnings,“ segir Halldór. Deilunni sé að öllum líkindum lokið Hann metur það sem svo að nú sé kjaradeilunni að öllum líkindum lokið. Þá sé búið að leggja línuna fyrir það sem koma skal á opinbera vinnumarkaðnum en brátt ganga samninganefndir ríkisins og sveitarfélaga til samningaborðsins. „Línan hefur verið mörkuð á almenna vinnumarkaðnum og það er mín skoðun að almenni vinnumarkaðurinn eigi að fara með ferðinni þegar kemur að þessu,“ segir Halldór. Hann kallar eftir því að vinnulöggjöfin verði tekin til gagngerðar endurskoðunar. Það blasi við að löggjöfin veiti ekki þau verkfæri og tól sem talið var að hún gerði undanfarin ár. Mun mæla með tillögunni Aðspurður segist Halldór ætla að mælast til þess við félagsmenn SA að taka þátt og styðja miðlunartillöguna. „Ég vænti þess að þegar forystumenn ákveða að fara tiltekna leið að þeir tali þá fyrir þeirri leið sem þeir hafa markað. Ég ætla ekkert að spá hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verður en ég get lýst því yfir að ég muni mælast til þess við félagsmenn SA að þeir taki þátt og styðji þessa miðlunartillögu,“ segir Halldór.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira