Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Tími setts ríkissáttasemjara til að leggja fram nýja miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins fer að renna út vegna yfirvofandi verkbanns á mánudag. Hann er líka í þrengri stöðu en embættið var til að leggja fram slíka tillögu þar sem hann þarf að vera þess fullviss að báðir deiluaðilar muni samþykkja að tillaga hans fari í atkvæðagreiðslu.

Heimir Már Pétursson fréttmaður hefur fylgst með kjaramálum í allan dag og kemur í settið og fer yfir stöðuna.

Fjármálaráðherra hefur miklar áhyggjur af hárri verðbólgu en varar við vítahring launahækkana sem aftur leiti út í verðlag. Húsnæðiskostnaður heimilanna hækkar gríðarlega vegna samspils stýrivaxtahækkana og verðbólgu. Við förum yfir þetta og sjáum dæmi um hækkun á afborgunum á húsnæðislánum. Þá verðum við í beinni frá Iðnó þar sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa efnt umræðufundar um stöðuna.

Þá verður rætt við yfirlækni smitsjúkdómadeildar um streptókokkafaraldurinn sem herjar á landsmenn og við kíkjum á umdeilda vegagerð í Teigsskógi en bóndi í sveitinni segir að leiðin verði mjög falleg.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:20.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×