Innlent

Díselolía farin að klárast og skert þjónusta í boði

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast í næstu viku.
Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast í næstu viku. Vísir/Arnar

Um fjórðungur bensínstöðva N1 er með skerta þjónustu sem stendur og díselolía farin að tæmast á nokkrum stöðvum. Ekki sé þó sami hamagangur hjá neytendum og í upphafi verkfalls og því gangi hægar á birgðirnar.

„Við fáum mjög takmarkaða þjónustu núna á stöðvar frá Olíudreifingu. Fókusinn mun nú bara fara á einhverjar örfáar stöðvar þegar líður á vikuna. Öll dreifing á fyrirtæki er löngu hætt,“ Hinrik Örn Bjarna­son, fram­kvæmda­stjóri N1 í samtali við Vísi.

Minni hamangangur sé þó núna á stöðvunum miðað við hvernig ástandið var þegar verkfall olíbílstjóra skall á 15. febrúar.

Fleriri dælur munu væntanlega líta svona út á næstu dögum og vikum, takist ekki að binda enda á kjaradeilu SA og Eflingar.

„Maður vonast bara til að deiluaðilar fari að semja og við getum haft þetta eðlilegt að nýju.“

Erfitt sé að spá fyrir um það hve lengi birgðirnar endist. „Það er bara erfitt að meta það en þetta gengur hægar en fyrr í mánuðinum. Þetta mun því vonandi dragast eitthvað lengur að tæma birgðirnar,“ segir Hinrik og bætir við að hann búist við því að loka annari stöð á næstu dögum.

„Við lokuðum einni í gær og einni í fyrradag og svona mun það ganga koll af kolli,“ segir hann að lokum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×