Veðrið stríðir skíðaþyrstum fjölskyldum í miðju vetrarfríi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. febrúar 2023 15:00 Veturinn hefur ekki verið sá besti fyrir skíðafólk landsins. Vísir/Vilhelm Tvö vinsælustu skíðasvæði landsins eru lokuð í dag vegna veðurs á sama tíma og flestar fjölskyldur landsins eru í vetrarfríi en mikil hlýindi eru á landinu öllu. Forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir lægðirnar hafa verið fullmargar það sem af er ári. Rekstrarstjóri skíðasvæða Bláfjalla segir veturinn hafa verið svakalegan. Báðir eru þó bjartsýnir, ekki síst fyrir páskana. Fjölmargar fjölskyldur eru á ferðinni þessa dagana þar sem vetrafrí eru í flestum skólum landsins. Þeir sem ætluðu á skíði um helgina hafa þó eflaust orðið fyrir vonbrigðum þar sem loka þurfti skíðasvæðum. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri, segir fimmtudag og föstudag hafa verið frábæra daga en í gær hafi staðan versnað. Fyrir hádegi í fór vindurinn upp í allt að 25 metra á sekúndu í hviðum samhliða hlýindum. „Það er búið að vera mikið af lægðum undanfarinn mánuð og það er bara áframhald á því virðist vera, í dag alla vega. Það er hiti í kortunum út þessa viku sýnist mér en svo á að koma frost til okkar svona á föstudag eða laugardag í næstu viku, sýnist mér alla vega á núverandi spám,“ segir Brynjar. Meðan hlýtt er í veðri og mikill vindur skili það litlu að framleiða snjó og best sé að leyfa brekkunum alveg að vera þangað til að aðstæður verða betri. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu enn sem komið er, ef að þetta snýst í frost og ofankomu þá er það fljótt að vinna með okkur,“ segir Brynjar. Hvað veturinn í heild varðar hafi hann byrjað vel, desember og janúar hafi verið góðir en þegar á leið hafi veður tekið að versna. „Það eru búnir að vera mjög góðir dagar, og góðar vikur, en svo erum við aftur á móti búin að lenda í því að fá svona heldur marga daga í hverri viku þar sem við erum að fá lægðir. En við krossum fingur, þetta hlýtur að fara að róast núna þegar líður á mars,“ segir Brynjar. Páskarnir eru á næsta leiti og skíðasvæðin vinsæll áfangastaður á þeim tíma. „Ég hef engar áhyggjur af páskunum, ég held að það verði bara frábær vika þá og aðstæður verði bara mjög góðar. Það er alla vega það sem ég er að vona í dag og er nokkuð bjartsýnn á það náist,“ segir Brynjar. Svakalegur vetur í Bláfjöllum Staðan er svipuð í Bláfjöllum en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins þar, segir þau hafa þurft að loka á fimmtudag og hefur verið lokað síðan. Í morgun hafi verið svartaþoka og svæðið ekki upp á sitt besta. „Þetta er blautt núna, rigning, rok og hiti. Það eru ekki uppáhalds orð skíðasvæðanna. En fjallið lítur betur út heldur en maður þorði að vona þannig við erum bara klárir í þetta um leið og þessi hitabylgja hættir,“ segir Einar. Veturinn hafi ekki verið sá blíðasti, svo vægt sé til orða tekið, en þau náðu ekki að opna skíðasvæðið í vetur fyrr en í lok desember sökum snjóleysis. „Þetta er búið að vera svakalegt. Við héldum að veturinn í fyrra hefði verið sá alversti en þessi er búinn að vera ótrúlegur líka. En svona er þetta bara,“ segir Einar. Hann kveðst bjartsýnn á að þeim takist að hafa opið yfir stóra daga sem eru fram undan, þar á meðal páskana. „Við efumst það ekki í eina mínútu. Þetta á eftir að vera frábær mars og enn þá betri apríl,“ segir Einar. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn, annars þarf maður að leita sér að vinnu á milli níu og fimm.“ Skíðasvæði Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Fjölmargar fjölskyldur eru á ferðinni þessa dagana þar sem vetrafrí eru í flestum skólum landsins. Þeir sem ætluðu á skíði um helgina hafa þó eflaust orðið fyrir vonbrigðum þar sem loka þurfti skíðasvæðum. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri, segir fimmtudag og föstudag hafa verið frábæra daga en í gær hafi staðan versnað. Fyrir hádegi í fór vindurinn upp í allt að 25 metra á sekúndu í hviðum samhliða hlýindum. „Það er búið að vera mikið af lægðum undanfarinn mánuð og það er bara áframhald á því virðist vera, í dag alla vega. Það er hiti í kortunum út þessa viku sýnist mér en svo á að koma frost til okkar svona á föstudag eða laugardag í næstu viku, sýnist mér alla vega á núverandi spám,“ segir Brynjar. Meðan hlýtt er í veðri og mikill vindur skili það litlu að framleiða snjó og best sé að leyfa brekkunum alveg að vera þangað til að aðstæður verða betri. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu enn sem komið er, ef að þetta snýst í frost og ofankomu þá er það fljótt að vinna með okkur,“ segir Brynjar. Hvað veturinn í heild varðar hafi hann byrjað vel, desember og janúar hafi verið góðir en þegar á leið hafi veður tekið að versna. „Það eru búnir að vera mjög góðir dagar, og góðar vikur, en svo erum við aftur á móti búin að lenda í því að fá svona heldur marga daga í hverri viku þar sem við erum að fá lægðir. En við krossum fingur, þetta hlýtur að fara að róast núna þegar líður á mars,“ segir Brynjar. Páskarnir eru á næsta leiti og skíðasvæðin vinsæll áfangastaður á þeim tíma. „Ég hef engar áhyggjur af páskunum, ég held að það verði bara frábær vika þá og aðstæður verði bara mjög góðar. Það er alla vega það sem ég er að vona í dag og er nokkuð bjartsýnn á það náist,“ segir Brynjar. Svakalegur vetur í Bláfjöllum Staðan er svipuð í Bláfjöllum en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins þar, segir þau hafa þurft að loka á fimmtudag og hefur verið lokað síðan. Í morgun hafi verið svartaþoka og svæðið ekki upp á sitt besta. „Þetta er blautt núna, rigning, rok og hiti. Það eru ekki uppáhalds orð skíðasvæðanna. En fjallið lítur betur út heldur en maður þorði að vona þannig við erum bara klárir í þetta um leið og þessi hitabylgja hættir,“ segir Einar. Veturinn hafi ekki verið sá blíðasti, svo vægt sé til orða tekið, en þau náðu ekki að opna skíðasvæðið í vetur fyrr en í lok desember sökum snjóleysis. „Þetta er búið að vera svakalegt. Við héldum að veturinn í fyrra hefði verið sá alversti en þessi er búinn að vera ótrúlegur líka. En svona er þetta bara,“ segir Einar. Hann kveðst bjartsýnn á að þeim takist að hafa opið yfir stóra daga sem eru fram undan, þar á meðal páskana. „Við efumst það ekki í eina mínútu. Þetta á eftir að vera frábær mars og enn þá betri apríl,“ segir Einar. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn, annars þarf maður að leita sér að vinnu á milli níu og fimm.“
Skíðasvæði Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira