Ísland aftarlega á merinni þegar kemur að skaðaminnkandi stefnu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. febrúar 2023 13:26 Kristín I. Pálsdóttir ræddi málefni heimilislausra og fólks með fíknivanda í Sprengisandi í dag. visir Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að skaðaminnkandi stefnu og úrræðum fyrir heimilislausa að sögn talskonu Rótarinnar. Mikil endurskoðun hafi þó átt sér stað í málaflokknum síðustu ár. Í fréttaskýringarþættinum Kompás sem sýndur var fyrir viku var fjallað um stöðu heimilislausra og sjónum beint að úrræðaleysi í málaflokknum. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, berst fyrir betri hag heimilislausra kvenna. Hún er gagnrýnin á þær aðferðir sem beitt hefur verið í baráttunni gegn fíkn undanfarin ár. Hún ræddi um svokallaða skaðaminnkandi stefnu á Sprengisandi á Bylgjunni. „Við erum að feta okkar fyrstu skref í skaðaminnkandi nálgun hér á landi. Það er ekki fyrr en 2019 sem Reykjavíkurborg markar þessa stefnu hjá borginni. Borgin er nú með skaðaminnkandi stefnu sem þýðir að það er ekki unnið að því að koma öllum í meðferð heldur að vinna með því þar sem það er statt,“ segir Kristín. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni hér að neðan. „Þetta er gagnreynd, viðurkennd aðferð sem hefur verið ríkjandi í mörgum Evrópulöndum í tuttugu ár. Við erum mjög sein, aftarlega á merinni í þessu. Hluti af stefnunni eru búsetuúrræðin og það að viðurkenna að það eru ekki allir að afara að hætta að nota vímuefni. Maður er auðvitað heldur ekki í góðri aðstöðu til að hætta að nota vímuefni þegar þú hefur ekkert öryggi í þínu lífi.“ Vitundavakning hafi orðið í málaflokknum á síðustu árum. „Það er mikil gerjun í þessum málaflokki vegna þess að það ríkti mikil stöðnun í málefnum fólks með fíknivanda í fjörtíu eða fimmtíu ár. Þá var bara ein stefna og það mátti ekki að tala um annað. Bæði í sambandi við refsiaðferðir og meðferðir. Núna vitum við að það er ekki raunhæft,“ segir Kristín. Hún bendir á að heimilislaust fólk eigi alla jafnan við fjölþættan vanda að stríða. „Þetta eru oft fólk með heilbrigðisvandamál, fólk með langan félagslegan anda, sögu af ofbeldi. Geðrænn vandi og fíknivandi fylgist einnig oft að.“ Reykjavíkurborg sé í heilmikilli vinnu við endurskoðun. „Til dæmis núna 1. febrúar var kynnt í velferðarráði, endurskoðuð áætlun í málaflokknum þar sem verið er að undirbúa fleiri stig búsetu. Að þú farir úr neyðarskýli í sjálfstæða búsetu og viðurkenning á því að þarna sé bara ákveðinn hópur sem þarf bara langvarandi stuðning.“ Fíkn Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Í fréttaskýringarþættinum Kompás sem sýndur var fyrir viku var fjallað um stöðu heimilislausra og sjónum beint að úrræðaleysi í málaflokknum. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, berst fyrir betri hag heimilislausra kvenna. Hún er gagnrýnin á þær aðferðir sem beitt hefur verið í baráttunni gegn fíkn undanfarin ár. Hún ræddi um svokallaða skaðaminnkandi stefnu á Sprengisandi á Bylgjunni. „Við erum að feta okkar fyrstu skref í skaðaminnkandi nálgun hér á landi. Það er ekki fyrr en 2019 sem Reykjavíkurborg markar þessa stefnu hjá borginni. Borgin er nú með skaðaminnkandi stefnu sem þýðir að það er ekki unnið að því að koma öllum í meðferð heldur að vinna með því þar sem það er statt,“ segir Kristín. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni hér að neðan. „Þetta er gagnreynd, viðurkennd aðferð sem hefur verið ríkjandi í mörgum Evrópulöndum í tuttugu ár. Við erum mjög sein, aftarlega á merinni í þessu. Hluti af stefnunni eru búsetuúrræðin og það að viðurkenna að það eru ekki allir að afara að hætta að nota vímuefni. Maður er auðvitað heldur ekki í góðri aðstöðu til að hætta að nota vímuefni þegar þú hefur ekkert öryggi í þínu lífi.“ Vitundavakning hafi orðið í málaflokknum á síðustu árum. „Það er mikil gerjun í þessum málaflokki vegna þess að það ríkti mikil stöðnun í málefnum fólks með fíknivanda í fjörtíu eða fimmtíu ár. Þá var bara ein stefna og það mátti ekki að tala um annað. Bæði í sambandi við refsiaðferðir og meðferðir. Núna vitum við að það er ekki raunhæft,“ segir Kristín. Hún bendir á að heimilislaust fólk eigi alla jafnan við fjölþættan vanda að stríða. „Þetta eru oft fólk með heilbrigðisvandamál, fólk með langan félagslegan anda, sögu af ofbeldi. Geðrænn vandi og fíknivandi fylgist einnig oft að.“ Reykjavíkurborg sé í heilmikilli vinnu við endurskoðun. „Til dæmis núna 1. febrúar var kynnt í velferðarráði, endurskoðuð áætlun í málaflokknum þar sem verið er að undirbúa fleiri stig búsetu. Að þú farir úr neyðarskýli í sjálfstæða búsetu og viðurkenning á því að þarna sé bara ákveðinn hópur sem þarf bara langvarandi stuðning.“
Fíkn Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent