Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. febrúar 2023 12:05 Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA. Vísir/Vilhelm Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. Það virtist draga til ákveðinna tíðinda í kjaradeilu Eflingar og ríkissáttasemjara í gær þegar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mættust í Pallborðinu á Vísi. Ef að kallið kæmi frá ríkissáttasemjara sagðist Sólveig tilbúin til að fresta verkföllum ef Samtök atvinnulífsins myndu fresta verkbanni, sem tekur að óbreyttu gildi á fimmtudag. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segist í samtali við fréttastofu vera í samskiptum við deiluaðila til að reyna að finna sameiginlegan flöt svo þau geti komið saman. Hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvenær nýr fundur verði boðaður en segir að eftir því sem lengra líður frá síðasta fundi þá styttist í þann næsta. Þá sé það ekkert leyndarmál að hann íhugi að leggja fram nýja miðlunartillögu. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Halldór Benjamín segir ekkert nýtt hafa komið upp síðan í gær. Deiluaðila að ná saman Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær ljóst að boðað verkbann Samtaka atvinnulífsins myndi hafa mikil áhrif. Það væri þó í höndum deiluaðila að ná saman. „Það er þeirra hlutverk og skylda að ná saman. Það er hlutverk aðila vinnumarkaðarins að ná samningum og það hefur ekkert breyst þó að þessi deila sé í hörðum hnút. Það stæði ekki til að ríkisstjórnin stigi inn í. „Það er ekki til skoðunar á þessum tímapunkti og við metum það svo við ríkisstjórnarborðið að það sé ekki tímabært. Eins og fram hefur komið þá erum við bara að meta stöðuna frá degi til dags þannig auðvitað ræðst þetta allt af samfélagslegum áhrifum,“ sagði forsætisráðherra. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Það virtist draga til ákveðinna tíðinda í kjaradeilu Eflingar og ríkissáttasemjara í gær þegar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mættust í Pallborðinu á Vísi. Ef að kallið kæmi frá ríkissáttasemjara sagðist Sólveig tilbúin til að fresta verkföllum ef Samtök atvinnulífsins myndu fresta verkbanni, sem tekur að óbreyttu gildi á fimmtudag. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segist í samtali við fréttastofu vera í samskiptum við deiluaðila til að reyna að finna sameiginlegan flöt svo þau geti komið saman. Hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvenær nýr fundur verði boðaður en segir að eftir því sem lengra líður frá síðasta fundi þá styttist í þann næsta. Þá sé það ekkert leyndarmál að hann íhugi að leggja fram nýja miðlunartillögu. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Halldór Benjamín segir ekkert nýtt hafa komið upp síðan í gær. Deiluaðila að ná saman Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær ljóst að boðað verkbann Samtaka atvinnulífsins myndi hafa mikil áhrif. Það væri þó í höndum deiluaðila að ná saman. „Það er þeirra hlutverk og skylda að ná saman. Það er hlutverk aðila vinnumarkaðarins að ná samningum og það hefur ekkert breyst þó að þessi deila sé í hörðum hnút. Það stæði ekki til að ríkisstjórnin stigi inn í. „Það er ekki til skoðunar á þessum tímapunkti og við metum það svo við ríkisstjórnarborðið að það sé ekki tímabært. Eins og fram hefur komið þá erum við bara að meta stöðuna frá degi til dags þannig auðvitað ræðst þetta allt af samfélagslegum áhrifum,“ sagði forsætisráðherra.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
„Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36
Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17