Innlent

Lokuðu veitinga­stað sem var ekki með rekstrar­leyfi í mið­borginni

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglubíll á ferð í miðborg Reykjavíkur. Myndin er úr safni.
Lögreglubíll á ferð í miðborg Reykjavíkur. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögregla hafði afskipti af tveimur veitinga- og skemmtistöðum í gærkvöldi og í nótt. Lét hún meðal annars loka veitingastað þar sem hann hafði ekki leyfi fyrir rekstrinum.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að veitingastaðnum hafi verið lokað rétt fyrir klukkan 23:00 í gærkvöldi.

Skömmu fyrir klukkan eitt fóru lögregluþjónar á skemmtistað í póstnúmeri 101. Þar var einungis einn dyravörður við störf og með útrunnin réttindi. Við eftirlitið urðu lögreglumenn ennfremur varir við tvö ungmenni sem höfðu framvísað fölsuðum skilríkjum.

Í Grafarvogi var tilkynnt um mann sem var til vandræða á krá. Laganna verðir óku honum heim til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×