Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Telma Tómasson les fréttir klukkan 18:30 í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir klukkan 18:30 í kvöld.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru tilbúin að fresta verkbanni og verkfalli kalli settur ríkissáttasemjari þau til viðræðna. Formaður Eflingar segir stjórnvöld einnig geta liðkað fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Um átta þúsund krónum munar á meðaltalshækkun launa í samningi Starfsgreinasambandsins og þess sem Efling fer fram á.

Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Evrópa minntist þess í dag að ár er liðið frá því að Rússar réðust með hervaldi inn í Úkraínu. Minningarathafnir fóru víðsvegar fram og lögðu flestir leiðtogar áherslu á að Úkraína verði að vinna stríðið.

Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast.

Þá fjöllum við um fyrirtöku í máli hjúkrunarfræðings sem ákærður er fyrir að hafa svipt sjúkling lífi, brunann í Tálknafirði og sjáum rostung sem hefur komið sér vel fyrir á Breiðdalsvík. Þetta og fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×