Eldsupptökin enn óljós Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2023 11:21 Viðbúnaður slökkviliðs var eðlilega mikill á Tálknafirði í gær. Aðsend Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. Eldur kom upp í húsnæði fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Tálknafirði í gærmorgun. Húsnæðið var í uppbyggingu og átti að hýsa seiðiseldistöð. Tveir iðnaðarmenn hlutu minniháttar brunasár en tjónið á byggingunni hleypur á milljörðum króna. Í samtali við fréttastofu segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar, að vettvangurinn hafi verið afhentur lögreglu eftir að búið var að ganga úr skugga um að allt væri með kyrrum kjörum. Lögreglan mun rannsaka vettvanginn áður en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sendir rannsóknarteymi. Einnig var rætt við Davíð og Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóra hjá Arctic Fish, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Óttast milljarðatjón Aðspurður segist Davíð ekki hafa hugmynd um hvað hafi gerst þarna inni sem olli því að það kviknaði í. Lögreglan mun rannsaka það. „Eina sem ég veit er að byggingin er mjög illa farin. Það var gríðarlegt magn af eldsmat þarna inni. Menn voru með allskonar plast, bæði ofan í kerjunum og uppi sem tengist starfseminni sem þeir eru að byggja í þessu húsi. Það gerir eldsmatinn gríðarlega mikinn og ég veit ekki hvernig hitt verður,“ segir Davíð. Slökkvistarf gekk almennt mjög vel en þarna voru um 25 slökkviliðsmenn ásamt lögreglu og aðilum frá björgunarsveitum. Slökkviliðinu tókst að bjarga tveimur nærliggjandi húsum, súrefnistönkum og olíutönkum frá því að brenna. „Seiðaeldi er mjög viðkvæm starfsemi fyrir öllum utanaðkomandi áhrifum. Það eru bara tíu til tólf metrar í húsin sem að eru enn starfandi. Þau bara sviðnuðu að utan. Við náðum að bjarga því að það færi reykur inn eða nokkur eldur. Þannig sú starfsemi getur sem betur fer haldið áfram í dag,“ segir Davíð. Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira
Eldur kom upp í húsnæði fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Tálknafirði í gærmorgun. Húsnæðið var í uppbyggingu og átti að hýsa seiðiseldistöð. Tveir iðnaðarmenn hlutu minniháttar brunasár en tjónið á byggingunni hleypur á milljörðum króna. Í samtali við fréttastofu segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar, að vettvangurinn hafi verið afhentur lögreglu eftir að búið var að ganga úr skugga um að allt væri með kyrrum kjörum. Lögreglan mun rannsaka vettvanginn áður en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sendir rannsóknarteymi. Einnig var rætt við Davíð og Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóra hjá Arctic Fish, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Óttast milljarðatjón Aðspurður segist Davíð ekki hafa hugmynd um hvað hafi gerst þarna inni sem olli því að það kviknaði í. Lögreglan mun rannsaka það. „Eina sem ég veit er að byggingin er mjög illa farin. Það var gríðarlegt magn af eldsmat þarna inni. Menn voru með allskonar plast, bæði ofan í kerjunum og uppi sem tengist starfseminni sem þeir eru að byggja í þessu húsi. Það gerir eldsmatinn gríðarlega mikinn og ég veit ekki hvernig hitt verður,“ segir Davíð. Slökkvistarf gekk almennt mjög vel en þarna voru um 25 slökkviliðsmenn ásamt lögreglu og aðilum frá björgunarsveitum. Slökkviliðinu tókst að bjarga tveimur nærliggjandi húsum, súrefnistönkum og olíutönkum frá því að brenna. „Seiðaeldi er mjög viðkvæm starfsemi fyrir öllum utanaðkomandi áhrifum. Það eru bara tíu til tólf metrar í húsin sem að eru enn starfandi. Þau bara sviðnuðu að utan. Við náðum að bjarga því að það færi reykur inn eða nokkur eldur. Þannig sú starfsemi getur sem betur fer haldið áfram í dag,“ segir Davíð.
Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira
Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32