Myndbandið var birt sem hluti af rannsókn um ágengni fölsku ekkjunnar sem má nú finna um mest allan heiminn, þó mest á meginlandi Evrópu.
Í myndbandinu, sem Dawn Sturgess tók, sést dvergsnjáldran föst í vef ekkjunnar. Samkvæmt grein á vef háskólans er snjáldran enn lifandi og sjá má þegar ekkjan byrjar að narta í hana. Ekkjan hafði bitið hana en eitur hennar gerði snjáldruna svo veikburða að ekki gat hún sloppið úr vef ekkjunnar.
Falskar ekkjur finnast venjulega ekki á Íslandi. Bit hennar er eitrað en veldur mannfólki oftast ekki miklum skaða. Það líkist því að vera stunginn af geitungi.
Nafnið falska ekkjan kemur frá því að margir telja hana vera líka köngulónni svarta ekkjan. Bit svörtu ekkjunnar er mönnum mun hættulegra.
