Innlent

Telja sig ó­bundin af verkbanni SA

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT.
Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SVEIT, sem er undirrituð af Aðalgeiri Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra samtakanna. Fyrr í kvöld var tilkynnt að fyrirtæki innan SA hefðu samþykkt, með afgerandi meirihluta, verkbann á félagsfólk Eflingar.

Rætt var við Aðalgeir Ásvaldsson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið hefst á sjöttu mínútu:

„Félagsmenn SVEIT telja 150 rekstraraðila á veitingamarkaði sem reka um 240 veitingastaði á starfssvæði Eflingar eða sem talið er svara til 55% allra starfa á þeim markaði,“ segir í tilkynningunni. 

Þá segir að samtökin hafi ekki fengið sæti við samningsborðið né tekið þátt í kosningu SA um verkbann, þrátt fyrir að vera stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Því telji samtökin sig ekki geta stutt aðgerðir sem hafi það markmið að skila kjarasamningi sem þau hafi ekki fengið til yfirferðar eða athugasemda.

Rætt var við Aðalgeir á Vísi um helgina:

„Eins og kemur skýrt fram í kröfu SVEIT til kjaraviðræðna þá hefur SA ekki umboð til gerðar kjarasamnings fyrir hönd fyrirtækja SVEIT. Þótt stéttarfélög vilji geta kjarasamning við SA þá getur slíkur samningur ekki skapað félögum Eflingar réttindi.

Sé vilji stéttarfélaganna til að semja um kjör starfsfólks innan sinna vébanda sem starfa hjá fyrirtækjum í SVEIT er eina leiðin til þess að ganga til viðræðna við SVEIT,“ segir þá í tilkynningunni, sem nálgast má í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×