Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Vésteinn Örn Pétursson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 22. febrúar 2023 17:16 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi við fjölmiðla á í húsi samtakanna klukkan 18. Vísir/Egill Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. Í tilkynningu segir að 94,73 prósent hafi greitt atkvæði með verkbanni. Einungis 3,32% greiddu atkvæði á móti. Kjörsókn atvinnurekenda var 87,88%. Í stuttu ávarpi Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, að lokinni atkvæðagreiðslu sagði hann að um þungbær skref samtakanna sé að ræða. Þau líti á verkbannið sem sitt síðasta úrræði til að knýja á um kjarasamningsgerð. Allsherjarverkbann hefst því að óbreyttu 2. mars eftir að tilkynning hefur verið send Eflingu og ríkissáttasemjara. Þá munu rúmlega 20 þúsund manns, sem starfa eftir kjarasamningum Eflingar og SA á almennum vinnumarkaði, ekki sækja vinnu né þiggja ekki laun eða önnur réttindi á meðan á banninu stendur. Atkvæðagreiðsla um verkbannið hófst á mánudag og lauk í dag klukkan fjögur. Fylgst var með niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í vaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Í tilkynningu segir að 94,73 prósent hafi greitt atkvæði með verkbanni. Einungis 3,32% greiddu atkvæði á móti. Kjörsókn atvinnurekenda var 87,88%. Í stuttu ávarpi Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, að lokinni atkvæðagreiðslu sagði hann að um þungbær skref samtakanna sé að ræða. Þau líti á verkbannið sem sitt síðasta úrræði til að knýja á um kjarasamningsgerð. Allsherjarverkbann hefst því að óbreyttu 2. mars eftir að tilkynning hefur verið send Eflingu og ríkissáttasemjara. Þá munu rúmlega 20 þúsund manns, sem starfa eftir kjarasamningum Eflingar og SA á almennum vinnumarkaði, ekki sækja vinnu né þiggja ekki laun eða önnur réttindi á meðan á banninu stendur. Atkvæðagreiðsla um verkbannið hófst á mánudag og lauk í dag klukkan fjögur. Fylgst var með niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í vaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira