Fráfarandi bæjarstjóri sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2023 06:30 Jón Björn Hákonarson, fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar sem sagði af sér í gær hefur verið sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld af óleyfisfasteignum í sveitarfélaginu. Í síðustu viku bárust bæjarfulltrúum gögn sem sýndu fram á að fasteignir væru á lóðum bæjarstjórans sem ekki eru með skráðar fasteignir. Fréttablaðið greinir frá þessu. Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins og fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði af sér óvænt á fundi bæjarráðs í gær. Starfslok hans verða í mars en hann hefur starfað í sveitarstjórnarmálum síðan árið 1994. Í síðustu viku fengu bæjarfulltrúar sveitarstjórnar erindi frá íbúa sem varðaði sumarbústaðalóðirnar Fönn 1 til 4 í Fannardal. Lóðirnar eru í eigu Jóns Björns og fjölskyldu hans en engin gjöld hafa verið greidd af fasteignum á lóðunum, einungis af lóðunum sjálfum. Engin mannvirki eru skráð á viðkomandi lóðir í fasteignaskrá en í samtali við Fréttablaðið segir Snorri Styrkársson, fjármálastjóri Fjarðabyggðar, að það hafi verið sótt um byggingarleyfi á lóðunum. Því var þó hafnað og upp úr því hafist margra ára deiliskipulagsgerð. Hús voru byggð á lóðunum þrátt fyrir þetta. Jón Björn neitar því að hann sé að segja af sér vegna þessa máls. Hann segist vera orðinn þreyttur eftir að hafa verið lengi á sveitarstjórnarvettvanginum. Það vakti mikla athygli í haust þegar innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi vegna ráðningar Jóns Björns á sjálfum sér. Jón leiddi lista Framsóknarflokksins í kosningunum í fyrravor, tók sjálfur til máls þegar velja átti sveitarstjóra og greiddi atkvæði með því að hann yrði ráðinn. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að Jón Björn væri ekki vanhæfur til að taka þátt í þessum umræðum og mátti hann greiða atkvæði með sjálfum sér. Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu. Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins og fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði af sér óvænt á fundi bæjarráðs í gær. Starfslok hans verða í mars en hann hefur starfað í sveitarstjórnarmálum síðan árið 1994. Í síðustu viku fengu bæjarfulltrúar sveitarstjórnar erindi frá íbúa sem varðaði sumarbústaðalóðirnar Fönn 1 til 4 í Fannardal. Lóðirnar eru í eigu Jóns Björns og fjölskyldu hans en engin gjöld hafa verið greidd af fasteignum á lóðunum, einungis af lóðunum sjálfum. Engin mannvirki eru skráð á viðkomandi lóðir í fasteignaskrá en í samtali við Fréttablaðið segir Snorri Styrkársson, fjármálastjóri Fjarðabyggðar, að það hafi verið sótt um byggingarleyfi á lóðunum. Því var þó hafnað og upp úr því hafist margra ára deiliskipulagsgerð. Hús voru byggð á lóðunum þrátt fyrir þetta. Jón Björn neitar því að hann sé að segja af sér vegna þessa máls. Hann segist vera orðinn þreyttur eftir að hafa verið lengi á sveitarstjórnarvettvanginum. Það vakti mikla athygli í haust þegar innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi vegna ráðningar Jóns Björns á sjálfum sér. Jón leiddi lista Framsóknarflokksins í kosningunum í fyrravor, tók sjálfur til máls þegar velja átti sveitarstjóra og greiddi atkvæði með því að hann yrði ráðinn. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að Jón Björn væri ekki vanhæfur til að taka þátt í þessum umræðum og mátti hann greiða atkvæði með sjálfum sér.
Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira