Menning

Sjón hlýtur Norður­landa­verð­laun Sænsku akademíunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Meðal þekktra verka Sjón eru Mánasteinn, Skugga-Baldur og Mánasteinn.
Meðal þekktra verka Sjón eru Mánasteinn, Skugga-Baldur og Mánasteinn. Getty

Sænska akademían tilkynnti í dag að hinn íslenski Sjón hljóti Norðurlandaverðlaun akademíunnar 2023.

Verðlaunin hlýtur einhver frá Norðurlöndum sem er talinn hafa skilað „þýðingarmiklu framlagi“ innan einhvers af starfssviðum akademíunnar.

Fram kemur á heimasíðu Sænsku akademíunnar að verðlaunaféð nemi 400 þúsund krónum, um 5,6 milljónum íslenskra króna á núvirði. Sjón mun taka við verðlaununum á sérstökum viðburði í Stokkhólmi þann 12. apríl næstkomandi.

Hinn sextugi Sjón heitir Sigurjón Birgir Sigurðsson réttu nafni og er þekktur við ljóð sín, skáldsögur, lagatexta og kvikmyndahandrit. Hann gaf út sitt fyrsta ljóðasafn, Sýnir, árið 1978, þá sextán ára gamall.

Meðal þekktra verka Sjón eru Mánasteinn, Skugga-Baldur og Mánasteinn.

Verðlaunin voru fyrst afhent árið 1986. Þeir Íslendingar sem hlotið hafa verðlaunin eru Thor Vilhjálmsson (1992), Guðbergur Bergsson (2004) og Einar Már Guðmundsson (2012).

Sjón hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2005 fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×