Ísland á „grafalvarlegum stað“ eftir tvær vikur af verkföllum Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2023 20:33 Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs. Vísir/Ívar Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, segir það gríðarleg vonbrigði að verkfall hefjist aftur í nótt. Á föstudaginn og laugardag hefði tónninn í deiluaðilum verið jákvæður og hann var vongóður um að deilan myndi leysast. „Því hún þarf svo sannarlega að leysast. Þetta eru mikil vonbrigði að það sé aftur búið að sigla í strand,“ sagði Þórður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Varðandi það að langt gæti verið í næstu viðræður sagði Þórður að skaðinn yrði gífurlegur. „Við sáum þarna að við fengum einn og hálfan dag og strax urðu tíu prósent bensínstöðva tómar og farið að skapast ákveðið vandamál,“ sagði Þórður. „En fimm til sjö dagar, þá ertu kominn alveg að þolmörkum hvað við sem samfélag þolum. Eftir sjöunda daginn fer þetta að líta ansi svart út.“ Þórður sagði að ef ekki stæði til að ræða saman fyrr en eftir tvær vikur í fyrsta lagi, væri Ísland komið á grafalvarlegan stað. Varðandi undanþágur og hvernig undanþágur muni fara fram sagði Þórður að áhugavert hefði verið að fylgjast með því í síðustu viku. Enginn hafi verið að dreifa eldsneyti nema Skeljungur og Olíudreifing. Nú þyrfti að senda inn undanþágur og í kjölfar þess sé hægt að opna ákveðnar bensínstöðvar fyrir viðkomandi. Þórður sagði að þetta myndi ekki byrja að gerast fyrr en eftir nokkra daga. Þá þyrfti að fá bílstjóra í verkfalli til að keyra undanþágurnar. Viðtalið við Þórð má sjá í spilaranum hér að neðan. Rætt er við hann í lok fréttarinnar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira
„Því hún þarf svo sannarlega að leysast. Þetta eru mikil vonbrigði að það sé aftur búið að sigla í strand,“ sagði Þórður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Varðandi það að langt gæti verið í næstu viðræður sagði Þórður að skaðinn yrði gífurlegur. „Við sáum þarna að við fengum einn og hálfan dag og strax urðu tíu prósent bensínstöðva tómar og farið að skapast ákveðið vandamál,“ sagði Þórður. „En fimm til sjö dagar, þá ertu kominn alveg að þolmörkum hvað við sem samfélag þolum. Eftir sjöunda daginn fer þetta að líta ansi svart út.“ Þórður sagði að ef ekki stæði til að ræða saman fyrr en eftir tvær vikur í fyrsta lagi, væri Ísland komið á grafalvarlegan stað. Varðandi undanþágur og hvernig undanþágur muni fara fram sagði Þórður að áhugavert hefði verið að fylgjast með því í síðustu viku. Enginn hafi verið að dreifa eldsneyti nema Skeljungur og Olíudreifing. Nú þyrfti að senda inn undanþágur og í kjölfar þess sé hægt að opna ákveðnar bensínstöðvar fyrir viðkomandi. Þórður sagði að þetta myndi ekki byrja að gerast fyrr en eftir nokkra daga. Þá þyrfti að fá bílstjóra í verkfalli til að keyra undanþágurnar. Viðtalið við Þórð má sjá í spilaranum hér að neðan. Rætt er við hann í lok fréttarinnar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira