Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2023 22:18 Félagsmenn Félags flugmálastarfsmanna ríkisins sinna hinum ýmsu störfum á flugvöllum landsins. Vísir/Vilhelm Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. Á vef félagsins var birt tilkynning um „áríðandi félagsfund“ í kvöld. Að sögn Unnars Arnar Ólafssonar, formanns félagsins var boðað til fundarins eftir að upp úr slitnaði í viðræðum þess við SA hjá ríkissáttasemjara. Kjarasamningur félagsins við Isavia, þar sem, meginþorri félagsmanna starfar, rann úr gildi í lok október í fyrra. Samkvæmt heimildum Vísis kom fram á fundinum að vilji yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem mættu á félagsfund væri að fara í aðgerðir og að yfirvinnubann væri yfirvofandi. Í samtali við Vísi vildi Unnar Arnar ekkert staðfesta í þeim efnum, enda væri ekkert búið að gefa út varðandi þau. „Við munum fara yfir þetta með félagsmönnum. Hvernig við við ætlum að reyna að leysa þetta, landa þessu. Annað kemur svo bara í kjölfarið,“ segir hann. Ekkert flogið án félagsmanna Unnar Örn segir að ekkert yrði flogið ef til alvarlegra aðgerða af hálfu félagsmanna FFS. Innan félagsins séu mest megnis starfsmenn Isavia sem sjá um að hreinsa flugbrautir, brunavarnir, farþegaþjónustu og þess háttar. „Það er einmitt ástæðan fyrir því að við erum búin að leita allra leiða til að leysa þessa deilu. Vegna þess að fólk vill bara fá að sinna sinni vinnu. Því miður hefur þeim skilningi ekki verið mætt,“ segir hann. Funda aftur á þriðjudag Unnar Örn segir að ekki sé enn útséð um að samningar náist. Stjórn félagsins ætli að nýta helgina til þess að fara yfir stöðuna og að á þriðjudag sé bókaður fundur deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. „Við vonumst til þess að sá fundur verði jákvæður og lausnamiðaður. Að við náum að komast hjá einhverju veseni sem enginn hefur áhuga á,“ segir hann. Að lokum segir Unnar Örn að synd og skömm sé að viðræðurnar séu komnar í hnút. Þær þyrftu ekki að vera það. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Á vef félagsins var birt tilkynning um „áríðandi félagsfund“ í kvöld. Að sögn Unnars Arnar Ólafssonar, formanns félagsins var boðað til fundarins eftir að upp úr slitnaði í viðræðum þess við SA hjá ríkissáttasemjara. Kjarasamningur félagsins við Isavia, þar sem, meginþorri félagsmanna starfar, rann úr gildi í lok október í fyrra. Samkvæmt heimildum Vísis kom fram á fundinum að vilji yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem mættu á félagsfund væri að fara í aðgerðir og að yfirvinnubann væri yfirvofandi. Í samtali við Vísi vildi Unnar Arnar ekkert staðfesta í þeim efnum, enda væri ekkert búið að gefa út varðandi þau. „Við munum fara yfir þetta með félagsmönnum. Hvernig við við ætlum að reyna að leysa þetta, landa þessu. Annað kemur svo bara í kjölfarið,“ segir hann. Ekkert flogið án félagsmanna Unnar Örn segir að ekkert yrði flogið ef til alvarlegra aðgerða af hálfu félagsmanna FFS. Innan félagsins séu mest megnis starfsmenn Isavia sem sjá um að hreinsa flugbrautir, brunavarnir, farþegaþjónustu og þess háttar. „Það er einmitt ástæðan fyrir því að við erum búin að leita allra leiða til að leysa þessa deilu. Vegna þess að fólk vill bara fá að sinna sinni vinnu. Því miður hefur þeim skilningi ekki verið mætt,“ segir hann. Funda aftur á þriðjudag Unnar Örn segir að ekki sé enn útséð um að samningar náist. Stjórn félagsins ætli að nýta helgina til þess að fara yfir stöðuna og að á þriðjudag sé bókaður fundur deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. „Við vonumst til þess að sá fundur verði jákvæður og lausnamiðaður. Að við náum að komast hjá einhverju veseni sem enginn hefur áhuga á,“ segir hann. Að lokum segir Unnar Örn að synd og skömm sé að viðræðurnar séu komnar í hnút. Þær þyrftu ekki að vera það.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira