Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.

Nágrannar áfangaheimilis í Vatnagörðum, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, höfðu lengi haft áhyggjur af brunavörnum og tilkynnt þær til Slökkviliðsins. Það sæti furðu að reka megi áfangaheimili í skrifstofuhúsnæði. Við sjáum myndir frá eldsvoðanum og ræðum við slökkvilið og íbúa í kvöldfréttum Stöðvar 2

Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins reyna af öllum mætti að ná saman um kjarasamning um helgina. Við ræðum við settan ríkissáttasemjara um árangur dagsins.

Kraftaverkin gerast enn á skjálftasvæðinu þar sem þremur var bjargað undan rústum í nótt - eftir að hafa verið grafin þar í tíu daga. Við sjáum frá björgunarafrekum og ræðum einnig við hluta íslenska hópsins sem hefur verið við störf á svæðinu.

Þá kíkjum við á skjalasafnið sem er til skoðunar að loka, kynnum okkur skógrækt sem er víst farin að hafa áhrif á veðurfar við Reykjavík og hittum meistarakokkinn Hrefnu Sætran – sem er með krafta í kögglum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×