Mikill meirihluti íbúa vildi 300 milljóna framkvæmdina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 13:59 Mikill meirihluti þeirra íbúa sem sóttu húsfund í gærkvöldi samþykkti at framkvæmdum yrði fram haldið. Vísir/Vilhelm Mjög mikill meirihluti íbúa í Asparfelli 2 til 12 greiddi atkvæði með því á húsfundi í gær að 300 milljóna króna framkvæmdir við húsið verði kláraðar. Sonur íbúðareiganda hélt því fram í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær að mikil óánægja væri vegna framkvæmdanna og að ráðist hafi verið í þær eftir ólöglegan húsfund. Þetta segir í tilkynningu frá Daníel Árnasyni, framkvæmdastjóra Eignaumsjónar. Eignaumsjón og ráðgjafastofan Verksýn voru gagnrýnd af íbúa hússins vegna málsins í gær. Fram kemur í tilkynningunni að stjórn húsfélagsins hafi fengið mikinn stuðning og þakklæti fyrir sín störf. „[Hússtjórnin] hefur setið undir gagnrýni nokkurra eigenda, verið hótað persónulegum ábyrgðum og enn fremur hafa fyrirtæki sem aðstoð húsfélagið við verkefnið verið borin þungum sökum,“ segir í tilkynningunni. „Á fundinum kom því fram mikil samstaða meðal eigenda í húsinu um viðhaldsframkvæmdir sem voru fyllilega tímabærar. Þetta mál sýnir að þegar fjallað er um mál af þessu tagi verður að kalla eftir sjónarmiðum áður en einhliða málflutningur er borinn á borð.“ Málið komst í fréttir í gær eftir að Ólafur Ragnar Hilmarsson, hvers móðir býr í Asparfelli, greindi frá umfangi framkvæmdanna í Bítinu á Bylgjunni. Lýsti hann því þar að ráðist hafi verið í að skipta út 272 gluggum í húsinu þó að aðeins þyrfti að skipta um 92. Framkvæmdin væri vitanlega dýr, hún kostar tæpar 300 milljónir, en með því að skipta bara um þá 92 glugga sem voru greinilega ónýtir þegar mat var gert á húsinu væri hægt að spara hátt í 100 milljónum króna. Ólafur sakaði jafnframt þá aðila sem komu að útboðinu - Verksýn, sem gerði ástandsmat á húsinu og hefur annast útboð og eftirlit með framkvæmdinni, og Eignaumsjón, rekstrarþjónustu húsfélagsins - um græsku. Báðir aðilar neituðu þeim ásökunum staðfastlega í viðtali við Vísi í gær. Hann lýsti því jafnframt að fundurinn, sem verkið var smaþykkt á, hafi verið ólöglegur. 51 eigandi í húsinu, þar sem eru 192 íbúðir, hafi mætt á fundinn og 33 samþykkt verkið. Hann og fleiri óánægðir eigendur kærðu málið til kærunefndar húsamála, sem úrskurðaði svo að 2/3 af fundarmönnum hefði þurt til að samþykkja framkvæmdina. Í gær var því haldinn húsfundur sem var vel sóttur. Fulltrúar fyrir 145 eignir mættu á fundinn og aðeins tíu greiddu atkvæði gegn því að framkvæmdinni yrði fram haldið. 134 Greiddu atkvæði með áframhaldi framkvæmdanna. Reykjavík Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Vísa ásökunum um græsku vegna 300 milljóna verks á bug Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verksýnar vísar ásökunum um græsku, vegna 300 milljóna króna framkvæmda í Asparfelli, á bug. Framkvæmdastjóri Eignaumsjónar tekur undir þetta og segir úrskurð kærunefndar húsamála í deilunni stangast á við nýlegan dóm Landsréttar. 16. febrúar 2023 14:26 Ráðist í 300 milljóna verk eftir ólöglegan fund Mikil óánægja er meðal íbúa í Asparfelli 2 til 12 í Breiðholti vegna 300 milljóna króna framkvæmda sem var ráðist í eftir húsfund sem kærunefnd húsamála hefur dæmt ólöglegan. Íbúar eru margir hverjir með lágar tekjur en vegna framkvæmdanna þarf hver og ein íbúð að greiða 60 þúsund krónur aukalega á mánuði næstu tvö árin. 16. febrúar 2023 10:41 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Daníel Árnasyni, framkvæmdastjóra Eignaumsjónar. Eignaumsjón og ráðgjafastofan Verksýn voru gagnrýnd af íbúa hússins vegna málsins í gær. Fram kemur í tilkynningunni að stjórn húsfélagsins hafi fengið mikinn stuðning og þakklæti fyrir sín störf. „[Hússtjórnin] hefur setið undir gagnrýni nokkurra eigenda, verið hótað persónulegum ábyrgðum og enn fremur hafa fyrirtæki sem aðstoð húsfélagið við verkefnið verið borin þungum sökum,“ segir í tilkynningunni. „Á fundinum kom því fram mikil samstaða meðal eigenda í húsinu um viðhaldsframkvæmdir sem voru fyllilega tímabærar. Þetta mál sýnir að þegar fjallað er um mál af þessu tagi verður að kalla eftir sjónarmiðum áður en einhliða málflutningur er borinn á borð.“ Málið komst í fréttir í gær eftir að Ólafur Ragnar Hilmarsson, hvers móðir býr í Asparfelli, greindi frá umfangi framkvæmdanna í Bítinu á Bylgjunni. Lýsti hann því þar að ráðist hafi verið í að skipta út 272 gluggum í húsinu þó að aðeins þyrfti að skipta um 92. Framkvæmdin væri vitanlega dýr, hún kostar tæpar 300 milljónir, en með því að skipta bara um þá 92 glugga sem voru greinilega ónýtir þegar mat var gert á húsinu væri hægt að spara hátt í 100 milljónum króna. Ólafur sakaði jafnframt þá aðila sem komu að útboðinu - Verksýn, sem gerði ástandsmat á húsinu og hefur annast útboð og eftirlit með framkvæmdinni, og Eignaumsjón, rekstrarþjónustu húsfélagsins - um græsku. Báðir aðilar neituðu þeim ásökunum staðfastlega í viðtali við Vísi í gær. Hann lýsti því jafnframt að fundurinn, sem verkið var smaþykkt á, hafi verið ólöglegur. 51 eigandi í húsinu, þar sem eru 192 íbúðir, hafi mætt á fundinn og 33 samþykkt verkið. Hann og fleiri óánægðir eigendur kærðu málið til kærunefndar húsamála, sem úrskurðaði svo að 2/3 af fundarmönnum hefði þurt til að samþykkja framkvæmdina. Í gær var því haldinn húsfundur sem var vel sóttur. Fulltrúar fyrir 145 eignir mættu á fundinn og aðeins tíu greiddu atkvæði gegn því að framkvæmdinni yrði fram haldið. 134 Greiddu atkvæði með áframhaldi framkvæmdanna.
Reykjavík Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Vísa ásökunum um græsku vegna 300 milljóna verks á bug Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verksýnar vísar ásökunum um græsku, vegna 300 milljóna króna framkvæmda í Asparfelli, á bug. Framkvæmdastjóri Eignaumsjónar tekur undir þetta og segir úrskurð kærunefndar húsamála í deilunni stangast á við nýlegan dóm Landsréttar. 16. febrúar 2023 14:26 Ráðist í 300 milljóna verk eftir ólöglegan fund Mikil óánægja er meðal íbúa í Asparfelli 2 til 12 í Breiðholti vegna 300 milljóna króna framkvæmda sem var ráðist í eftir húsfund sem kærunefnd húsamála hefur dæmt ólöglegan. Íbúar eru margir hverjir með lágar tekjur en vegna framkvæmdanna þarf hver og ein íbúð að greiða 60 þúsund krónur aukalega á mánuði næstu tvö árin. 16. febrúar 2023 10:41 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Vísa ásökunum um græsku vegna 300 milljóna verks á bug Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verksýnar vísar ásökunum um græsku, vegna 300 milljóna króna framkvæmda í Asparfelli, á bug. Framkvæmdastjóri Eignaumsjónar tekur undir þetta og segir úrskurð kærunefndar húsamála í deilunni stangast á við nýlegan dóm Landsréttar. 16. febrúar 2023 14:26
Ráðist í 300 milljóna verk eftir ólöglegan fund Mikil óánægja er meðal íbúa í Asparfelli 2 til 12 í Breiðholti vegna 300 milljóna króna framkvæmda sem var ráðist í eftir húsfund sem kærunefnd húsamála hefur dæmt ólöglegan. Íbúar eru margir hverjir með lágar tekjur en vegna framkvæmdanna þarf hver og ein íbúð að greiða 60 þúsund krónur aukalega á mánuði næstu tvö árin. 16. febrúar 2023 10:41