Alls ekki auðveld ákvörðun að fresta aðgerðum Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 16. febrúar 2023 22:16 Sólveig Anna Jónsdóttir vonast eftir því að nú hefjist raunverulegar viðræður. Vísir/Sigurjón Formaður Eflingar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins. Ákvörðunin sé þó útpæld og nú er búist við „raunverulegum kjarasamningsviðræðum“. Í kvöld tilkynnti ríkissáttasemjari að Efling og Samtök atvinnulífsins (SA), hafi komist að samkomulagi um að verkfallsaðgerðum Eflingar yrði frestað og kjarasamningsviðræður færu almennilega í gang. Næst funda fulltrúar beggja aðila á morgun klukkan tíu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að það að starfsmenn í Eflingu hafi lagt niður störf hafi leitt til þess að loksins hafi eitthvað farið af stað sem hægt sé að kalla „alvöru kjarasamningsviðræður“. „Það sem ég er tilbúin til þess að segja er að samninganefnd Eflingar tekur þessa ákvörðun ekki að illa athuguðu máli. Þetta er ekki auðveld ákvörðun fyrir okkur að taka og við komumst að þessari niðurstöðu því við trúum því að mögulega séum við hér að fara að eyða næstu dögum í eitthvað uppbyggilegt og gagnlegt sem mögulega skilar okkur góðum kjarasamningum,“ segir Sólveig. Verkfallsfrestunin gildir til miðnættis á sunnudag. Aðspurð hvort þrír dagar dugi til þess að komast að niðurstöðu segir Sólveig að ef raunverulegur samningsvilji sé hjá báðum aðilum eigi tíminn að duga. Mikil fagnaðarlæti heyrðust frá samninganefnd Eflingar nokkrum sinnum í kvöld á meðan verið var að bíða eftir niðurstöðu fundar Eflingar og SA. Sólveig segir þau ekki hafa tengst niðurstöðunni. „Samninganefnd Eflingar er mjög samhentur hópur sem reynir, jafnvel í erfiðum aðstæðum, að hafa gaman. Fólk hefur verið að klappa yfir einhverju sem það þótti þess virði að klappa fyrir. Ég var ekki viðstödd klappið þannig ég veit ekki alveg hvað það var en þau hafa haft mjög góða ástæðu. Það er ég alveg sannfærð um,“ segir Sólveig. Hún trúir því að nú muni samningaviðræður komast á skrið og mætir hún á morgun fullvilja til þess að hefja mikla vinnu við að leiða það til lykta. „Ég vona að þessi ákvörðun sem við tókum, þessi risastóra og auðvitað erfiða ákvörðun, færi okkur eitthvað gott og uppbyggilegt,“ segir Sólveig. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Í kvöld tilkynnti ríkissáttasemjari að Efling og Samtök atvinnulífsins (SA), hafi komist að samkomulagi um að verkfallsaðgerðum Eflingar yrði frestað og kjarasamningsviðræður færu almennilega í gang. Næst funda fulltrúar beggja aðila á morgun klukkan tíu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að það að starfsmenn í Eflingu hafi lagt niður störf hafi leitt til þess að loksins hafi eitthvað farið af stað sem hægt sé að kalla „alvöru kjarasamningsviðræður“. „Það sem ég er tilbúin til þess að segja er að samninganefnd Eflingar tekur þessa ákvörðun ekki að illa athuguðu máli. Þetta er ekki auðveld ákvörðun fyrir okkur að taka og við komumst að þessari niðurstöðu því við trúum því að mögulega séum við hér að fara að eyða næstu dögum í eitthvað uppbyggilegt og gagnlegt sem mögulega skilar okkur góðum kjarasamningum,“ segir Sólveig. Verkfallsfrestunin gildir til miðnættis á sunnudag. Aðspurð hvort þrír dagar dugi til þess að komast að niðurstöðu segir Sólveig að ef raunverulegur samningsvilji sé hjá báðum aðilum eigi tíminn að duga. Mikil fagnaðarlæti heyrðust frá samninganefnd Eflingar nokkrum sinnum í kvöld á meðan verið var að bíða eftir niðurstöðu fundar Eflingar og SA. Sólveig segir þau ekki hafa tengst niðurstöðunni. „Samninganefnd Eflingar er mjög samhentur hópur sem reynir, jafnvel í erfiðum aðstæðum, að hafa gaman. Fólk hefur verið að klappa yfir einhverju sem það þótti þess virði að klappa fyrir. Ég var ekki viðstödd klappið þannig ég veit ekki alveg hvað það var en þau hafa haft mjög góða ástæðu. Það er ég alveg sannfærð um,“ segir Sólveig. Hún trúir því að nú muni samningaviðræður komast á skrið og mætir hún á morgun fullvilja til þess að hefja mikla vinnu við að leiða það til lykta. „Ég vona að þessi ákvörðun sem við tókum, þessi risastóra og auðvitað erfiða ákvörðun, færi okkur eitthvað gott og uppbyggilegt,“ segir Sólveig.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04