Sólveig segist komin til að halda viðræðum áfram Bjarki Sigurðsson, Heimir Már Pétursson og Kjartan Kjartansson skrifa 16. febrúar 2023 17:20 Ástráður Haraldsson dró fyrir tjöldin á fundarherbergi í húsnæði ríkissáttasemjara þegar hann og Sólveig settust þar. Ríkissáttasemjari segir að það muni liggja fyrir seinna í kvöld hvort alvöru viðræður muni hefjast milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eða hvort viðræðum verður slitið. Formaður Samtaka atvinnulífsins segist þurfa „andrými“ til að halda viðræðunum áfram. Við fylgjumst með gangi mála í vakt hér neðst í fréttinni. Unnið hefur verið að því í gær og í dag að koma viðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í farveg þar sem alvöru viðræður geta átt sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er helst tekist á um þá kröfu SA að hlé verði gert á verkföllum áður en viðræður hefjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Efling frest til klukkan sjö í kvöld til þess að svara hvort stéttarfélagið sé tilbúið til að fresta verkfalli á meðan samningaviðræðum stendur. Upphaflega var fresturinn til klukkan sex, líkt og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti við fréttastofu fyrr í dag en Efling fékk viðbótarfrest til klukkan sjö. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vissulega hefði þokast áfram í dag en hann vildi sjá meiri árangur. Hann vildi fá andrými fyrir umbjóðendur sína til þess að halda viðræðunum áfram. Vísaði hann þar til verkfallsaðgerða Eflingar sem yllu vaxandi tjóni með hverri klukkustundinni sem liði. Efling hefur, líkt og kom fram í viðtali við Sólveigu Önnu í dag, gert þá kröfu að til að svo megi verða þurfi Samtök atvinnulífsins að leggja eitthvað á borðið sem hafi vigt inn í viðræðunum. Fyrr í dag sagði Ástráður að það væri mikilvægt að aðilarnir næðu saman sem fyrst. Á meðan aðilar væru að tosast í rétt átt þá væri viðræðum haldið áfram. Þeim yrði að minnsta kosti ekki slitið af ríkissáttasemjara.
Unnið hefur verið að því í gær og í dag að koma viðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í farveg þar sem alvöru viðræður geta átt sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er helst tekist á um þá kröfu SA að hlé verði gert á verkföllum áður en viðræður hefjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Efling frest til klukkan sjö í kvöld til þess að svara hvort stéttarfélagið sé tilbúið til að fresta verkfalli á meðan samningaviðræðum stendur. Upphaflega var fresturinn til klukkan sex, líkt og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti við fréttastofu fyrr í dag en Efling fékk viðbótarfrest til klukkan sjö. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vissulega hefði þokast áfram í dag en hann vildi sjá meiri árangur. Hann vildi fá andrými fyrir umbjóðendur sína til þess að halda viðræðunum áfram. Vísaði hann þar til verkfallsaðgerða Eflingar sem yllu vaxandi tjóni með hverri klukkustundinni sem liði. Efling hefur, líkt og kom fram í viðtali við Sólveigu Önnu í dag, gert þá kröfu að til að svo megi verða þurfi Samtök atvinnulífsins að leggja eitthvað á borðið sem hafi vigt inn í viðræðunum. Fyrr í dag sagði Ástráður að það væri mikilvægt að aðilarnir næðu saman sem fyrst. Á meðan aðilar væru að tosast í rétt átt þá væri viðræðum haldið áfram. Þeim yrði að minnsta kosti ekki slitið af ríkissáttasemjara.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira