Tveir frá Eflingu fái að mæta á hótelin og frá því verði ekki hvikað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2023 16:32 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var í broddi fylkingar við Ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslandshótela segir eftirlit Eflingar á hótelum í höfuðborginni stundum líkjast mótmælaaðgerðum og valdi starfsfólki og gestum vanlíðan og óöryggi. Í ljósi þess verði ekki fleiri en tveimur verkfallsvörðum Eflingar hleypt inn á hótelin. Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela í Reykjavík hófst á þriðjudag. Efling hefur sakað Íslandshótel um verkfallsbrot. Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, sendi Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bréf í dag og fjölmiðlum afrit. Þar er vísað til þeirrar stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og um leið verkfalls Eflingar hjá starfsfólki Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson forstjóri Íslandshótela.Vísir/Egill „Íslandshótel hafa ávallt virt verkfallsrétt Eflingar. Á sama tíma eru hótel félagsins áfram í dagsdaglegum rekstri, þó með takmörkun á þjónustu sökum verkfalls. Skýrar reglur gilda um þær takmarkanir sem Íslandshótel er bundið af á meðan á verkfalli stendur, sem er hlýtt í einu og öllu,“ segir í bréfinu. Félagsmenn Eflingar létu í sér heyra við Ráðherrabústaðinn og Sólveig Anna jós fúkyrðum yfir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Íslandshótel hafi sýnt kröfum Eflingar um eftirlit með verkfalli skilning og boðið félaginu að hafa eftirlit með friðsamlegum hætti, með það fyrir augum að gestir hótelanna fái næði og að starfsmenn sem ekki eru í verkfalli verði ekki fyrir áreiti. „Við eftirlit Eflingar hafa hins vegar komið upp atvik síðustu daga, sem geta ekki talist til eftirlits með friðsamlegum hætti eða þeirrar gagnkvæmu tillitsskyldu atvinnurekenda og stéttarfélaga sem ber að virða á meðan á verkfalli stendur. Er vísað til þess að gestir hafa verið áreittir og haft hefur verið í hótunum við starfsfólk sem ekki tilheyrir Eflingu. Jafnframt hefur eftirlit Eflingar á stundum líkst mótmælaaðgerðum, þar sem haft er hátt, fullyrt er um verkfallsbrot og þess krafist að loka eigi hótelunum, án rökstuðnings.“ Þetta hafi raskað lögmætri starfsemi félagsins, en það sem alvarlegra sé, valdið vanlíðan og óöryggi hjá gestum og starfsfólki. Við það geti Íslandshótel ekki unað. Sólveig Anna birti þetta myndband að neðan frá einu hótelanna í gær. „Í ljósi stöðu mála, og með tillitsskyldu aðila að leiðarljósi, hafa Íslandshótel tekið þá ákvörðun að tveimur fulltrúum Eflingar í senn verði veittur aðgangur að hótelunum til eftirlits. Frá því verður ekki kvikað. Með hag allra fyrir brjósti telja Íslandshótel að við þessa leið geti báðir aðilar unað, þannig að eftirlit sé virkt en á sama tíma að líðan og öryggi gesta og starfsfólks sé tryggt,“ segir í bréfinu og er þessi hluti bréfsins undirstrikaður til að leggja áherslu á ákvörðunina. „Íslandshótel er í fullum rétti til þess að taka ákvörðun um það hvernig aðgengi að hótelum félagsins er háttað hverju sinni, hvort sem um verkfall sé að ræða eður ei. Er það von Íslandshótela að þessi ákvörðun sé virt, svo ekki komi til atvika sem leiði til ófyrirséðra eða neikvæðra afleiðinga. Sömuleiðis er það einlæg von Íslandshótela að lausn finnist á kjaradeilu Eflingar og SA sem allra fyrst, svo hægt sé að horfa fram á veginn í sátt og samlyndi.“ Eftir sem áður geti Efling treyst því að Íslandshótel og starfsfólk þess muni halda áfram að virða verkfallsrétt Eflingar og fara að lögum í einu og öllu á meðan á verkfalli stendur. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela í Reykjavík hófst á þriðjudag. Efling hefur sakað Íslandshótel um verkfallsbrot. Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, sendi Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bréf í dag og fjölmiðlum afrit. Þar er vísað til þeirrar stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og um leið verkfalls Eflingar hjá starfsfólki Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson forstjóri Íslandshótela.Vísir/Egill „Íslandshótel hafa ávallt virt verkfallsrétt Eflingar. Á sama tíma eru hótel félagsins áfram í dagsdaglegum rekstri, þó með takmörkun á þjónustu sökum verkfalls. Skýrar reglur gilda um þær takmarkanir sem Íslandshótel er bundið af á meðan á verkfalli stendur, sem er hlýtt í einu og öllu,“ segir í bréfinu. Félagsmenn Eflingar létu í sér heyra við Ráðherrabústaðinn og Sólveig Anna jós fúkyrðum yfir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Íslandshótel hafi sýnt kröfum Eflingar um eftirlit með verkfalli skilning og boðið félaginu að hafa eftirlit með friðsamlegum hætti, með það fyrir augum að gestir hótelanna fái næði og að starfsmenn sem ekki eru í verkfalli verði ekki fyrir áreiti. „Við eftirlit Eflingar hafa hins vegar komið upp atvik síðustu daga, sem geta ekki talist til eftirlits með friðsamlegum hætti eða þeirrar gagnkvæmu tillitsskyldu atvinnurekenda og stéttarfélaga sem ber að virða á meðan á verkfalli stendur. Er vísað til þess að gestir hafa verið áreittir og haft hefur verið í hótunum við starfsfólk sem ekki tilheyrir Eflingu. Jafnframt hefur eftirlit Eflingar á stundum líkst mótmælaaðgerðum, þar sem haft er hátt, fullyrt er um verkfallsbrot og þess krafist að loka eigi hótelunum, án rökstuðnings.“ Þetta hafi raskað lögmætri starfsemi félagsins, en það sem alvarlegra sé, valdið vanlíðan og óöryggi hjá gestum og starfsfólki. Við það geti Íslandshótel ekki unað. Sólveig Anna birti þetta myndband að neðan frá einu hótelanna í gær. „Í ljósi stöðu mála, og með tillitsskyldu aðila að leiðarljósi, hafa Íslandshótel tekið þá ákvörðun að tveimur fulltrúum Eflingar í senn verði veittur aðgangur að hótelunum til eftirlits. Frá því verður ekki kvikað. Með hag allra fyrir brjósti telja Íslandshótel að við þessa leið geti báðir aðilar unað, þannig að eftirlit sé virkt en á sama tíma að líðan og öryggi gesta og starfsfólks sé tryggt,“ segir í bréfinu og er þessi hluti bréfsins undirstrikaður til að leggja áherslu á ákvörðunina. „Íslandshótel er í fullum rétti til þess að taka ákvörðun um það hvernig aðgengi að hótelum félagsins er háttað hverju sinni, hvort sem um verkfall sé að ræða eður ei. Er það von Íslandshótela að þessi ákvörðun sé virt, svo ekki komi til atvika sem leiði til ófyrirséðra eða neikvæðra afleiðinga. Sömuleiðis er það einlæg von Íslandshótela að lausn finnist á kjaradeilu Eflingar og SA sem allra fyrst, svo hægt sé að horfa fram á veginn í sátt og samlyndi.“ Eftir sem áður geti Efling treyst því að Íslandshótel og starfsfólk þess muni halda áfram að virða verkfallsrétt Eflingar og fara að lögum í einu og öllu á meðan á verkfalli stendur.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira