„Á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. febrúar 2023 12:02 Þórður Guðjónsson er framkvæmdastjóri Skeljungs. Skeljungur Frekari verkfallsaðgerðir meðal Eflingarfélaga voru samþykktar í gærkvöldi. Meðal þeirra sem stefna á verkfall í næstu viku eru bílstjórar Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingar. Framkvæmdastjóri Skeljungs segir verkfall ekki þurfa að vara lengi til að áhrif þeirra verði veruleg. Fleiri verkföll, til viðbótar við verkfall þrjú hundruð Eflingarfélaga hjá Íslandshótelum, voru samþykkt í gærkvöldi. Hótelstarfsfólk á Edition hótelinu og hjá Berjaya hótelkeðjunni samþykktu verkfallsaðgerðir með tæplega áttatíu og tveimur prósentum atkvæða. Þá samþykktu bifreiðastjórar Samskipa, Olíudreifingar og Skeljungs að leggja niður störf með um áttatíu og fjórum prósentum atkvæða. Verkfallsaðgerðir hefjast að óbreyttu á hádegi miðvikudaginn 15. febrúar. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, segir ekki koma á óvart að verkfallið hafi verði samþykkt. „Viðbrögðin okkar sneru fyrst og fremst að okkar rekstri, þeirri olíu sem við erum að dreifa, og hófust aðgerðir til að koma eins mikilli olíu út til viðskiptavina eins og hægt er,“ segir Þórður í samtali við fréttastofu. Slíkar aðgerðir dugi þó skammt ef til verkfalls kæmi. Hvað þyrfti verkfallið að standa lengi til þess að almennir neytendur fara að finna fyrir áhrifum þess? „Í einn dag, á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu á höfuðborgarsvæðinu.“ Rekstrarlegur skaði ekki aðalmálið Þórður segir rekstrarlegan skaða Skeljungs af mögulegu verkfalli ekki svo mikinn. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er það að Ísland kemst ekkert af án olíu. Eins og staðan er í dag þá er um 40 prósent af orkunotkun, fyrir utan húsahitun, frá olíu.“ Verið sé að undirbúa undanþágubeiðnir, sem útlit er fyrir að verði að minnsta kosti 40 talsins. „Því að, hvernig eiga læknar og starfsfólk Landspítalans að komast til vinnu þegar bíllinn er orðinn bensínlaus? Það er bara lítið dæmi. Þetta er gríðarlega alvarlegt. Þetta er miklu alvarlegra en það að fólk komist ekki á skíði í Bláfjöllum í næstu viku,“ segir Þórður. Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02 Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. 7. febrúar 2023 15:28 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Fleiri verkföll, til viðbótar við verkfall þrjú hundruð Eflingarfélaga hjá Íslandshótelum, voru samþykkt í gærkvöldi. Hótelstarfsfólk á Edition hótelinu og hjá Berjaya hótelkeðjunni samþykktu verkfallsaðgerðir með tæplega áttatíu og tveimur prósentum atkvæða. Þá samþykktu bifreiðastjórar Samskipa, Olíudreifingar og Skeljungs að leggja niður störf með um áttatíu og fjórum prósentum atkvæða. Verkfallsaðgerðir hefjast að óbreyttu á hádegi miðvikudaginn 15. febrúar. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, segir ekki koma á óvart að verkfallið hafi verði samþykkt. „Viðbrögðin okkar sneru fyrst og fremst að okkar rekstri, þeirri olíu sem við erum að dreifa, og hófust aðgerðir til að koma eins mikilli olíu út til viðskiptavina eins og hægt er,“ segir Þórður í samtali við fréttastofu. Slíkar aðgerðir dugi þó skammt ef til verkfalls kæmi. Hvað þyrfti verkfallið að standa lengi til þess að almennir neytendur fara að finna fyrir áhrifum þess? „Í einn dag, á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu á höfuðborgarsvæðinu.“ Rekstrarlegur skaði ekki aðalmálið Þórður segir rekstrarlegan skaða Skeljungs af mögulegu verkfalli ekki svo mikinn. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er það að Ísland kemst ekkert af án olíu. Eins og staðan er í dag þá er um 40 prósent af orkunotkun, fyrir utan húsahitun, frá olíu.“ Verið sé að undirbúa undanþágubeiðnir, sem útlit er fyrir að verði að minnsta kosti 40 talsins. „Því að, hvernig eiga læknar og starfsfólk Landspítalans að komast til vinnu þegar bíllinn er orðinn bensínlaus? Það er bara lítið dæmi. Þetta er gríðarlega alvarlegt. Þetta er miklu alvarlegra en það að fólk komist ekki á skíði í Bláfjöllum í næstu viku,“ segir Þórður.
Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02 Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. 7. febrúar 2023 15:28 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02
Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. 7. febrúar 2023 15:28