Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og verkfallsaðgerðir sem hófust í dag og atkvæðagreiðslu um víðtækari aðgerðir sem nú er að ljúka. Ríkissáttasemjari hefur óskað liðsinnis sýslumanns til að fá kjörskrá Eflingar afhenta þannig að atkvæðagreiðsla geti farið fram um miðlunartillögu hans.

Tala látinna heldur áfram að hækka eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi og nú er talið að rúmlega fimm þúsund manns hafi farist. Aðgerðarsveit á vegum Landsbjargar fer til Tyrklands með flugvél Landhelgisgæslunnar um leið og veður leyfir.

Matvælaráðherra segir nauðsynlegt að bæta stjórnsýslu í tengslum við sjókvíaeldi eftir svarta skýrslu Ríkisendurskoðunar. Við heyrum í talsmanni Íslenska náttúruverndarsjóðsins sem gagnrýnir yfirvöld harðlega.

Þá hittum við tólf ára dreng sem missti allt sitt í bruna um helgina en gleðst yfir því að kettlingurinn hans Leo bjargaðist. Hann brýnir brunavarnir fyrir börnum og fullorðnum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×