Tala látinna heldur áfram að hækka eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi og nú er talið að rúmlega fimm þúsund manns hafi farist. Aðgerðarsveit á vegum Landsbjargar fer til Tyrklands með flugvél Landhelgisgæslunnar um leið og veður leyfir.
Matvælaráðherra segir nauðsynlegt að bæta stjórnsýslu í tengslum við sjókvíaeldi eftir svarta skýrslu Ríkisendurskoðunar. Við heyrum í talsmanni Íslenska náttúruverndarsjóðsins sem gagnrýnir yfirvöld harðlega.
Þá hittum við tólf ára dreng sem missti allt sitt í bruna um helgina en gleðst yfir því að kettlingurinn hans Leo bjargaðist. Hann brýnir brunavarnir fyrir börnum og fullorðnum.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.