Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 7. febrúar 2023 10:46 Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. „Að fólk geti valið hvort það fylgi lögum, það er algjörlega ólíðandi staða sem við getum aldrei búið við,“ sagði Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu eftir að fundi samninganefndar SA og ríkissáttasemjara lauk um klukkan tíu. Tilefni fundarins var að ræða atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sáttasemjari segist hafa boðað samninganefndir SA og Eflingar á fundinn en Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur hafnað því að hafa fengið boð. Efling hefur ekki viljað afhenda kjörskrá sína svo félagsmenn Eflingar geti greitt atkvæði um tillögu sáttasemjara. „Úrskurður héraðsdóms, sem var kveðinn upp í gær og er alveg kristaltær, segir að miðlunartillagan sé lögleg að öllu leyti og það sem er mest um vert er að Eflingu er skylt að afhenda kjörskrá sína til að atkvæðagreiðsla um tillöguna geti farið fram,“ segir Halldór. Í gær féll einnig dómur hjá Félagsdómi sem mat svo að verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum sem hefjast klukkan 12 á hádegi í dag séu löglegar. „Þetta er mikill furðudómur, þar sem meirihluti dómins kemst að þeirri niðurstöðu að þau sem brjóta lög, þau sem fylgja ekki tilmælum héraðsdóms, geti hagnast á því að viðhalda ólögmætu ástandi. Það er nákvæmlega það sem Efling er að gera í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað þau til fundar en þau hafa sagt að þau geti það ekki sökum anna,“ segir Halldór. „Ég þekki ekkert annað dæmi í vinnumarkaðssögunni þar sem stéttarfélag er í raun að gefa ríkisvaldinu baugfingurinn og neitað að mæta til fundar þegar þau eru boðuð.“ Hann segir augljóst að kjaradeilunni ljúki um leið og miðlunartillagan fer í atkvæðagreiðslu. „Allt sem við kemur Eflingu er án fordæma og það er ástæða til að tortryggja og véfengja allt sem kemur úr þeim herbúðum.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22 Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7. febrúar 2023 10:13 Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7. febrúar 2023 08:59 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
„Að fólk geti valið hvort það fylgi lögum, það er algjörlega ólíðandi staða sem við getum aldrei búið við,“ sagði Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu eftir að fundi samninganefndar SA og ríkissáttasemjara lauk um klukkan tíu. Tilefni fundarins var að ræða atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sáttasemjari segist hafa boðað samninganefndir SA og Eflingar á fundinn en Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur hafnað því að hafa fengið boð. Efling hefur ekki viljað afhenda kjörskrá sína svo félagsmenn Eflingar geti greitt atkvæði um tillögu sáttasemjara. „Úrskurður héraðsdóms, sem var kveðinn upp í gær og er alveg kristaltær, segir að miðlunartillagan sé lögleg að öllu leyti og það sem er mest um vert er að Eflingu er skylt að afhenda kjörskrá sína til að atkvæðagreiðsla um tillöguna geti farið fram,“ segir Halldór. Í gær féll einnig dómur hjá Félagsdómi sem mat svo að verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum sem hefjast klukkan 12 á hádegi í dag séu löglegar. „Þetta er mikill furðudómur, þar sem meirihluti dómins kemst að þeirri niðurstöðu að þau sem brjóta lög, þau sem fylgja ekki tilmælum héraðsdóms, geti hagnast á því að viðhalda ólögmætu ástandi. Það er nákvæmlega það sem Efling er að gera í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað þau til fundar en þau hafa sagt að þau geti það ekki sökum anna,“ segir Halldór. „Ég þekki ekkert annað dæmi í vinnumarkaðssögunni þar sem stéttarfélag er í raun að gefa ríkisvaldinu baugfingurinn og neitað að mæta til fundar þegar þau eru boðuð.“ Hann segir augljóst að kjaradeilunni ljúki um leið og miðlunartillagan fer í atkvæðagreiðslu. „Allt sem við kemur Eflingu er án fordæma og það er ástæða til að tortryggja og véfengja allt sem kemur úr þeim herbúðum.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22 Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7. febrúar 2023 10:13 Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7. febrúar 2023 08:59 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22
Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7. febrúar 2023 10:13
Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7. febrúar 2023 08:59