Trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2023 20:49 Sólveig Anna Jónsdóttir kemst ekki á fund Aðalsteins Leifssonar í fyrramálið. Vísir Formaður Eflingar hefur ritað ríkissáttasemjara bréf vegna fundarboðs hans á morgun. Hann segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, um heimila aðför til þess að fá kjörskrá Eflingar afhenta, óumdeilanlega kæranlega. Efling trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla. Líkt og fjallað hefur verið um í heimilaði héraðsdómur aðför, að gerðarbeiðni ríkissáttasemjara, í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur gefið út að kjörskráin umdeilda verði ekki afhent fyrr en Landsréttur hefur úrskurðað í málinu. „Efling mun að sjálfsögðu hlíta endanlegri niðurstöðu dómstóla. Sú niðurstaða liggur ekki fyrir þó ríkissáttasemjari láti sem svo sé. Efling hefur þegar kært niðurstöðuna til Landsréttar enda mikilvægt að leyst sé úr málinu fyrir æðri dómstól. Allir eru sammála um að málið er án fordæma og um leið mjög mikilvægt,“ segir í tilkynningu á vef Eflingar. Ríkissáttasemjari skerði rétt til réttlátrar málsmeðferðar Í tilkynningu segir að Efling trúi því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla. „Með því væri ríkissáttasemjari sem stjórnvald að grípa fram fyrir hendur dómstóla og um leið að skerða rétt Eflingar til réttlátrar málsmeðferðar. Síðast en ekki síst væri ríkissáttasemjari að svipta allan vinnumarkaðinn tækifærinu á að fá skýrt fordæmi frá æðri dómstól,“ segir í tilkynningu. Úrskurðurinn hefur þegar réttaráhrif Í lögum um um aðför segir að úrskurði héraðsdómara samkvæmt 13. kafla þeirra megi fullnægja þegar með aðför, nema sérstakur aðfararfrestur hafi verið tiltekinn í úrskurðinum. Þá segir að málskot úrskurðar héraðsdómara samkvæmt kaflanum til æðra dóms fresti ekki aðfarargerð, nema fallist hafi verið á kröfu þess efnis í úrskurðinum. Efling gerði slíka kröfu við rekstur málsins en héraðsdómur féllst ekki á hana. Gerir ráð fyrir að ríkissáttasemjari sýni kurteisi og virðingu Ríkissáttasemjari hefur greint frá því að hann hafi boðað Eflingu og Samtök atvinnulífsins á sinn fund til þess að ræða hvenær atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans mun fara fram. Af þeim sökum ákvað Efling að birta svar Sólveigar Önnu við erindi hans opinberlega. Í svarinu segir meðal annars að Efling stefni að því að leggja öll gögn fram í kærumálinu á morgun þannig að hraða megi málsmeðferð þess. „Ég minni á að þitt embætti lagði mikla áherslu á að málinu yrði hraðað verulega í héraðsdómi. Efling gerði allt til að svo mætti vera. Efling skilaði greinargerð ásamt öllum sínum gögnum og flutti málið, allt á fjórum sólarhringum. Efling gerir ráð fyrir að Ríkissáttasemjari sýni Eflingu sömu kurteisi og virðingu,“ segir Sólveig Anna. Bréf Sólveigar Önnu má lesa í heild sinni hér að neðan: Sæll Aðalsteinn. Niðurstaða héraðsdóms í dag er óumdeilanlega kæranleg til Landsréttar. Efling lýsti því samstundis yfir í héraðsdómi í dag að úrskurðinn væri kærður. Efling stefnir að því að leggja öll gögn fram í kærumálinu á morgun þannig að hraða megi málsmeðferð kærumálsins. Ég minni á að þitt embætti lagði mikla áherslu á að málinu yrði hraðað verulega í héraðsdómi. Efling gerði allt til að svo mætti vera. Efling skilaði greinargerð ásamt öllum sínum gögnum og flutti málið, allt á fjórum sólarhringum. Efling gerir ráð fyrir að Ríkissáttasemjari sýni Eflingu sömu kurteisi og virðingu. Fyrst og fremst gerir Efling ráð fyrir því að Ríkissáttasemjari hafi ekki af stéttarfélaginu þá réttlátu málsmeðferð sem felst í úrlausn á tveimur dómstigum. Efling mun að sjálfsögðu hlíta niðurstöðu dómstóla, verði hún endanleg. Eins og bent hefur verið á er hin umbeðna kjörskrá ekki til en hana þarf að útbúa sérstaklega. Verði Ríkissáttasemjari ekki við þessari sjálfsögðu ósk um að klára málið endanlega er óskað eftir rökstuðningi fyrir því. Ég er tilbúin að mæta á fund á morgun til þess að ræða málin frekar. Ég kemst aftur á móti ekki kl. 10.15 eins og þú leggur til þar sem að ég er önnum kafin við að undirbúa verkfallsaðgerðir og fundahöld þeim tengd fyrir hádegi og frameftir degi. Einnig tekur það mig tíma að boða samninganefnd á fundinn sem hér um ræðir. Kveðja, Sólveig Anna JónsdóttirEfling – stéttarfélag | Formaður Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Líkt og fjallað hefur verið um í heimilaði héraðsdómur aðför, að gerðarbeiðni ríkissáttasemjara, í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur gefið út að kjörskráin umdeilda verði ekki afhent fyrr en Landsréttur hefur úrskurðað í málinu. „Efling mun að sjálfsögðu hlíta endanlegri niðurstöðu dómstóla. Sú niðurstaða liggur ekki fyrir þó ríkissáttasemjari láti sem svo sé. Efling hefur þegar kært niðurstöðuna til Landsréttar enda mikilvægt að leyst sé úr málinu fyrir æðri dómstól. Allir eru sammála um að málið er án fordæma og um leið mjög mikilvægt,“ segir í tilkynningu á vef Eflingar. Ríkissáttasemjari skerði rétt til réttlátrar málsmeðferðar Í tilkynningu segir að Efling trúi því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla. „Með því væri ríkissáttasemjari sem stjórnvald að grípa fram fyrir hendur dómstóla og um leið að skerða rétt Eflingar til réttlátrar málsmeðferðar. Síðast en ekki síst væri ríkissáttasemjari að svipta allan vinnumarkaðinn tækifærinu á að fá skýrt fordæmi frá æðri dómstól,“ segir í tilkynningu. Úrskurðurinn hefur þegar réttaráhrif Í lögum um um aðför segir að úrskurði héraðsdómara samkvæmt 13. kafla þeirra megi fullnægja þegar með aðför, nema sérstakur aðfararfrestur hafi verið tiltekinn í úrskurðinum. Þá segir að málskot úrskurðar héraðsdómara samkvæmt kaflanum til æðra dóms fresti ekki aðfarargerð, nema fallist hafi verið á kröfu þess efnis í úrskurðinum. Efling gerði slíka kröfu við rekstur málsins en héraðsdómur féllst ekki á hana. Gerir ráð fyrir að ríkissáttasemjari sýni kurteisi og virðingu Ríkissáttasemjari hefur greint frá því að hann hafi boðað Eflingu og Samtök atvinnulífsins á sinn fund til þess að ræða hvenær atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans mun fara fram. Af þeim sökum ákvað Efling að birta svar Sólveigar Önnu við erindi hans opinberlega. Í svarinu segir meðal annars að Efling stefni að því að leggja öll gögn fram í kærumálinu á morgun þannig að hraða megi málsmeðferð þess. „Ég minni á að þitt embætti lagði mikla áherslu á að málinu yrði hraðað verulega í héraðsdómi. Efling gerði allt til að svo mætti vera. Efling skilaði greinargerð ásamt öllum sínum gögnum og flutti málið, allt á fjórum sólarhringum. Efling gerir ráð fyrir að Ríkissáttasemjari sýni Eflingu sömu kurteisi og virðingu,“ segir Sólveig Anna. Bréf Sólveigar Önnu má lesa í heild sinni hér að neðan: Sæll Aðalsteinn. Niðurstaða héraðsdóms í dag er óumdeilanlega kæranleg til Landsréttar. Efling lýsti því samstundis yfir í héraðsdómi í dag að úrskurðinn væri kærður. Efling stefnir að því að leggja öll gögn fram í kærumálinu á morgun þannig að hraða megi málsmeðferð kærumálsins. Ég minni á að þitt embætti lagði mikla áherslu á að málinu yrði hraðað verulega í héraðsdómi. Efling gerði allt til að svo mætti vera. Efling skilaði greinargerð ásamt öllum sínum gögnum og flutti málið, allt á fjórum sólarhringum. Efling gerir ráð fyrir að Ríkissáttasemjari sýni Eflingu sömu kurteisi og virðingu. Fyrst og fremst gerir Efling ráð fyrir því að Ríkissáttasemjari hafi ekki af stéttarfélaginu þá réttlátu málsmeðferð sem felst í úrlausn á tveimur dómstigum. Efling mun að sjálfsögðu hlíta niðurstöðu dómstóla, verði hún endanleg. Eins og bent hefur verið á er hin umbeðna kjörskrá ekki til en hana þarf að útbúa sérstaklega. Verði Ríkissáttasemjari ekki við þessari sjálfsögðu ósk um að klára málið endanlega er óskað eftir rökstuðningi fyrir því. Ég er tilbúin að mæta á fund á morgun til þess að ræða málin frekar. Ég kemst aftur á móti ekki kl. 10.15 eins og þú leggur til þar sem að ég er önnum kafin við að undirbúa verkfallsaðgerðir og fundahöld þeim tengd fyrir hádegi og frameftir degi. Einnig tekur það mig tíma að boða samninganefnd á fundinn sem hér um ræðir. Kveðja, Sólveig Anna JónsdóttirEfling – stéttarfélag | Formaður
Sæll Aðalsteinn. Niðurstaða héraðsdóms í dag er óumdeilanlega kæranleg til Landsréttar. Efling lýsti því samstundis yfir í héraðsdómi í dag að úrskurðinn væri kærður. Efling stefnir að því að leggja öll gögn fram í kærumálinu á morgun þannig að hraða megi málsmeðferð kærumálsins. Ég minni á að þitt embætti lagði mikla áherslu á að málinu yrði hraðað verulega í héraðsdómi. Efling gerði allt til að svo mætti vera. Efling skilaði greinargerð ásamt öllum sínum gögnum og flutti málið, allt á fjórum sólarhringum. Efling gerir ráð fyrir að Ríkissáttasemjari sýni Eflingu sömu kurteisi og virðingu. Fyrst og fremst gerir Efling ráð fyrir því að Ríkissáttasemjari hafi ekki af stéttarfélaginu þá réttlátu málsmeðferð sem felst í úrlausn á tveimur dómstigum. Efling mun að sjálfsögðu hlíta niðurstöðu dómstóla, verði hún endanleg. Eins og bent hefur verið á er hin umbeðna kjörskrá ekki til en hana þarf að útbúa sérstaklega. Verði Ríkissáttasemjari ekki við þessari sjálfsögðu ósk um að klára málið endanlega er óskað eftir rökstuðningi fyrir því. Ég er tilbúin að mæta á fund á morgun til þess að ræða málin frekar. Ég kemst aftur á móti ekki kl. 10.15 eins og þú leggur til þar sem að ég er önnum kafin við að undirbúa verkfallsaðgerðir og fundahöld þeim tengd fyrir hádegi og frameftir degi. Einnig tekur það mig tíma að boða samninganefnd á fundinn sem hér um ræðir. Kveðja, Sólveig Anna JónsdóttirEfling – stéttarfélag | Formaður
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent