Umferðarljós á gatnamótum Laugavegs/Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar biluðu aftur í dag. Þau höfðu verið óvirk um helgina og voru löguð í morgun. Sú viðgerð virðist ekki þó hafa haldið þar sem ljósin biluðu aftur í dag.
Í gær var talið að bilunin hefði orðið vegna heitavatnsleka í nágrenninu.
Við það eru vinstri beygjur á gatnamótunum bannaðar. Lögreglan stýrir ekki umferð um gatnamótin en þegar ljósin eru óvirk er biðskylda á þeim sem aka yfir gatnamótin úr norðri suðri.
Þá er töluverð hálka á götum höfuðborgarsvæðisins og er verið að kalla út bíla til að salta göturnar. Eitthvað hefur orðið um slys í umferðinni seinni partinn. Meðal annars valt bíll við Arnarnesbrúnna og þá skullu rúta og fólksbíll saman í Ártúnsbrekku.
Miðað við upplýsingar frá bæði lögreglunni og slökkviliðinu hefur enginn meiðst.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira