Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.

Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í á fjórða ár ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Þá fjöllum við um vosnkuveður sem riðið hefur yfir landsbyggðina en óvissustigi Almannavarna var aflétt á Vestfjörðum og Norðurlandi í dag. Kvikmyndatökur á Dalvík voru taldar í hættu en betur fór en á horfðist.

Eins fjöllum við um rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem nú er lokið.

Við verðum í beinni frá IKEA þar sem bolludagsbollur eru komnar í sölu þrátt fyrir að þrjár vikur séu í stóra daginn, auk þess sem við tökum hús á pari sem fékk sér húðflúr af Jóni Gnarr og Sigurjóni Kjartanssyni, tvíeykinu Tvíhöfða, á tvíhöfðana.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×