Kynntist eiginmanninum átján ára og er að springa úr þakklæti Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2023 17:01 Birna Rún Eiríksdóttir og Ebenezer Þórarinn Einarsson eru orðin hjón. Instagram Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir og Ebenezer Þórarinn Einarsson, sérfræðingur í markaðssetningu hjá Digido gengu í það heilaga á föstudaginn. Birna greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni og um leið ástæðunni fyrir því að hún valdi að giftast Ebba sínum. Parið hefur verið saman í tólf ár en þau kynntust árið 2011 er Birna var átján ára og Ebbi 23 ára gamall. Birna segist vera afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Á tólf árum hafi margt gerst og margt breyst. „Í gegnum það allt tókst okkur að vaxa saman, vaxa í allskonar áttir, upp upp og áfram og líka niður niður og til baka. Það er einmitt lífið. Nú loksins berum við hringa og deilum erfðaskrá, eignum og fjármálum,“ segir Birna Rún sem er verðlaunuð leikkona. „Ég valdi ekki að giftast honum af því hann er sá eini rétti, hinn fullkomni maður, prinsinn sem bjargaði mér, draumur í dós bleiku rósa minna. Eða af því allt er alltaf gaman og bara eintómt ævintýri með honum, nei. Ég valdi að giftast honum af því lífið okkar eru allir regnbogans litir. Hann er mannlegur, einlægur og jarðbundinn. Eldar geggjaðan mat og pantar ógeðslegan skyndibita. Hann er stundum vonlaus en oft úrræðagóður. Leggur hart að sér og nennir engu,“ segir Birna Rún á heiðarlegum nótum um sinn heittelskaða. Lífið ekki eintóm hamingja frekar en ástin „Hann sér ekki sólina fyrir mér og getur mig ekki. Gerir frábæra hluti og fáránleg mistök. Allt eins og ég.“ Birna ávarpar sinn heittelskaða og segir að fyrir sér sé það hamingja að vilja vaxa stöðugt og vera á ferðalagi. „Elsku Ebbi, með þér fæ ég að vera allt sem ég er og þú allt sem þú ert. Lífið er ekki eintóm hamingja og það er ástin ekki heldur. Það væri wierd,“ segir Birna Rún. Þá staldrar hún við hvað ástin sé. „Ástin fyrir mér er að upplifa vaxtarverkina saman. Að fá plássið, knúsið, fyrirgefninguna og innblásturinn. Virðinguna fyrir því að við erum líka einstaklingar. Þú gefur mér það stöðugt, og ég þér.“ Birna Rúnar segir að fyrir henni sé hjónaband praktísk ákvörðun, sem henti fólki sem tekst vel að þroskast saman og elskar að skapa sameiginlegt líf. „Fólki sem treystir því að það týni ekki sjálfu sér heldur fái að halda áfram að lifa alla sína liti. Fyrir fegurðina, rómantíkina og erfðaskrána. Þetta helst víst allt í hendur. Yin & Yang,“ segir Birna Rún, þakklát fyrir að hafa kynnst eiginmanni sínum og sigrað öldurnar með honum. „Ég og þú, yin og yang, lifandi ferðalag. Það er ekkert betra“ Brúðkaup Ástin og lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Parið hefur verið saman í tólf ár en þau kynntust árið 2011 er Birna var átján ára og Ebbi 23 ára gamall. Birna segist vera afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Á tólf árum hafi margt gerst og margt breyst. „Í gegnum það allt tókst okkur að vaxa saman, vaxa í allskonar áttir, upp upp og áfram og líka niður niður og til baka. Það er einmitt lífið. Nú loksins berum við hringa og deilum erfðaskrá, eignum og fjármálum,“ segir Birna Rún sem er verðlaunuð leikkona. „Ég valdi ekki að giftast honum af því hann er sá eini rétti, hinn fullkomni maður, prinsinn sem bjargaði mér, draumur í dós bleiku rósa minna. Eða af því allt er alltaf gaman og bara eintómt ævintýri með honum, nei. Ég valdi að giftast honum af því lífið okkar eru allir regnbogans litir. Hann er mannlegur, einlægur og jarðbundinn. Eldar geggjaðan mat og pantar ógeðslegan skyndibita. Hann er stundum vonlaus en oft úrræðagóður. Leggur hart að sér og nennir engu,“ segir Birna Rún á heiðarlegum nótum um sinn heittelskaða. Lífið ekki eintóm hamingja frekar en ástin „Hann sér ekki sólina fyrir mér og getur mig ekki. Gerir frábæra hluti og fáránleg mistök. Allt eins og ég.“ Birna ávarpar sinn heittelskaða og segir að fyrir sér sé það hamingja að vilja vaxa stöðugt og vera á ferðalagi. „Elsku Ebbi, með þér fæ ég að vera allt sem ég er og þú allt sem þú ert. Lífið er ekki eintóm hamingja og það er ástin ekki heldur. Það væri wierd,“ segir Birna Rún. Þá staldrar hún við hvað ástin sé. „Ástin fyrir mér er að upplifa vaxtarverkina saman. Að fá plássið, knúsið, fyrirgefninguna og innblásturinn. Virðinguna fyrir því að við erum líka einstaklingar. Þú gefur mér það stöðugt, og ég þér.“ Birna Rúnar segir að fyrir henni sé hjónaband praktísk ákvörðun, sem henti fólki sem tekst vel að þroskast saman og elskar að skapa sameiginlegt líf. „Fólki sem treystir því að það týni ekki sjálfu sér heldur fái að halda áfram að lifa alla sína liti. Fyrir fegurðina, rómantíkina og erfðaskrána. Þetta helst víst allt í hendur. Yin & Yang,“ segir Birna Rún, þakklát fyrir að hafa kynnst eiginmanni sínum og sigrað öldurnar með honum. „Ég og þú, yin og yang, lifandi ferðalag. Það er ekkert betra“
Brúðkaup Ástin og lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“