Að vinna Edduna var hálf óraunverulegt Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 1. mars 2016 08:00 Birna Rún leikkona hlaut Edduverðlaun sem leikkona ársins í aukahlutverki. „Þetta kom mér alveg rosalega á óvart, ég bjóst engan veginn við þessu. Í fyrsta lagi fannst mér bara frábært að vera tilnefnd í hópi þessara flottu leikkvenna, og svo að vinna þetta var hálf óraunverulegt. Ég er ótrúlega þakklát fyrir hvað margir kunnu að meta vinnuna sem ég lagði í hlutverkið,“ segir Birna Rún Eiríksdóttir leikkona, sem hlaut á sunnudaginn Edduna fyrir leik sinn í aukahlutverki í sjónvarpsþáttaröðinni Rétti 3, sem sýnd var á Stöð 2 fyrr í vetur. Birna Rún, sem ennþá nemur við Listaháskóla Íslands, fór með hlutverk Hönnu, 17 ára stelpu sem átti ansi erfiða æsku, byrjar að drekka þrettán ára og lendir í slæmum félagsskap og neyslu. Hlutverkið þótti afar krefjandi og þótti Birna skara fram úr fyrir túlkun sína á hlutverkinu. „Ég fór í þetta með hjartanu alla leið. Mér fannst ekkert smá gaman að fá að takast á við þetta hlutverk. Þessi raunveruleiki, að íslenskar stelpur séu seldar fyrir dóp, er til staðar í okkar samfélagi og það er misjafnt hvort fólk vill horfast í augu við það eða ekki. Það er lítið af úrræðum fyrir unglinga í neyslu svo þetta er brýnt málefni,“ segir hin unga leikkona Birna Rún um persónuna sem hún lék í þriðju þáttaröð af Rétti. Leikkona ársins í aðalhlutverki var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, einnig fyrir hlutverk sitt í Rétti. Leikarar ársins í aðal- og aukahlutverki voru valdir þeir Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hrútar. Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð var valin leikið sjónvarpsefni ársins og titilinn sjónvarpsmaður ársins hlaut Helgi Seljan. Stuttmyndin Regnbogapartý og heimildarmyndin Hvað er svona merkilegt við það? unnu Edduna hvor í sínum flokki. Ragna Fossberg förðunarmeistari hlaut Heiðursverðlaun Eddunnar 2016. Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Þetta kom mér alveg rosalega á óvart, ég bjóst engan veginn við þessu. Í fyrsta lagi fannst mér bara frábært að vera tilnefnd í hópi þessara flottu leikkvenna, og svo að vinna þetta var hálf óraunverulegt. Ég er ótrúlega þakklát fyrir hvað margir kunnu að meta vinnuna sem ég lagði í hlutverkið,“ segir Birna Rún Eiríksdóttir leikkona, sem hlaut á sunnudaginn Edduna fyrir leik sinn í aukahlutverki í sjónvarpsþáttaröðinni Rétti 3, sem sýnd var á Stöð 2 fyrr í vetur. Birna Rún, sem ennþá nemur við Listaháskóla Íslands, fór með hlutverk Hönnu, 17 ára stelpu sem átti ansi erfiða æsku, byrjar að drekka þrettán ára og lendir í slæmum félagsskap og neyslu. Hlutverkið þótti afar krefjandi og þótti Birna skara fram úr fyrir túlkun sína á hlutverkinu. „Ég fór í þetta með hjartanu alla leið. Mér fannst ekkert smá gaman að fá að takast á við þetta hlutverk. Þessi raunveruleiki, að íslenskar stelpur séu seldar fyrir dóp, er til staðar í okkar samfélagi og það er misjafnt hvort fólk vill horfast í augu við það eða ekki. Það er lítið af úrræðum fyrir unglinga í neyslu svo þetta er brýnt málefni,“ segir hin unga leikkona Birna Rún um persónuna sem hún lék í þriðju þáttaröð af Rétti. Leikkona ársins í aðalhlutverki var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, einnig fyrir hlutverk sitt í Rétti. Leikarar ársins í aðal- og aukahlutverki voru valdir þeir Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hrútar. Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð var valin leikið sjónvarpsefni ársins og titilinn sjónvarpsmaður ársins hlaut Helgi Seljan. Stuttmyndin Regnbogapartý og heimildarmyndin Hvað er svona merkilegt við það? unnu Edduna hvor í sínum flokki. Ragna Fossberg förðunarmeistari hlaut Heiðursverðlaun Eddunnar 2016.
Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira