Harington greindi frá þessu í spjallþættinum The Tonight Show með Jimmy Fallon í gærkvöldi. Hann sagðist vera óttasleginn yfir því að vera að fara að eignast annað barn.
„Með fyrsta barnið þá ertu í sjöunda himni í níu mánuði, eða að minnsta kosti karlmaðurinn. Nú verður maður raunsær mun fyrr,“ sagði Harington í þættinum.
Harington og Leslie léku saman í Game of Thrones á árunum 2012 til 2014 í annarri til fjórðu þáttaröð þáttanna. Þau sáust fyrst saman árið 2016 og tilkynntu að þau væru trúlofuð ári seinna. Árið 2018 gengu þau síðan í það heilaga í Skotlandi.