Lífið

Game of Thrones-par á von á barni

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kit Harington og Rose Leslie árið 2021.
Kit Harington og Rose Leslie árið 2021. Getty/Sean Zanni

Leikararnir Kit Harington og Rose Leslie eiga von á barni. Þau léku saman í HBO-þáttunum Game of Thrones en fyrir eiga þau tveggja ára son. 

Harington greindi frá þessu í spjallþættinum The Tonight Show með Jimmy Fallon í gærkvöldi. Hann sagðist vera óttasleginn yfir því að vera að fara að eignast annað barn. 

„Með fyrsta barnið þá ertu í sjöunda himni í níu mánuði, eða að minnsta kosti karlmaðurinn. Nú verður maður raunsær mun fyrr,“ sagði Harington í þættinum.

Harington og Leslie léku saman í Game of Thrones á árunum 2012 til 2014 í annarri til fjórðu þáttaröð þáttanna. Þau sáust fyrst saman árið 2016 og tilkynntu að þau væru trúlofuð ári seinna. Árið 2018 gengu þau síðan í það heilaga í Skotlandi. 


Tengdar fréttir

Kit Harington djammaði á Hressó

Leikarinn Kit Harington átti frí frá tökum á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones síðastliðið fimmtudagskvöld og sótti tónleika með hljómsveitinni Mammút á Hressó. Harington þótti bæði kurteis og geðþekkur og lét lítið fyrir sér fara.

Kit Harington fór á skeljarnar

Kit Harington fer með eitt af aðalhlutverkinu í þáttunum Game of Thrones og leikur hann Jon Snow. Eins og flestir vita eru þættirnir þeir allra vinsælustu í heiminum og horfa milljónir manna á þá í hverri viku.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.