„Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meirihluta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 22:24 Bryndís Haraldsdóttir er formaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum í tugi klukkustunda frá því þing kom saman eftir jólahlé í síðustu viku. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata, sem hafa látið að sér kveða í umræðum um málið, ekki stýra þinginu. Þegar þessi frétt er skrifuð er málið enn til umræðu á þinginu, og hafa þingmenn Pírata verið duglegir að stíga upp í pontu Alþingis. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að málið verði ekki kallað aftur inn í nefnd, líkt og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði fyrr í dag að ætti að gera. „Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meirihluta. Meirihlutinn hefur ákveðið að þetta mál fái núna afgreiðslu og við höfum afgreitt það út úr nefndinni. Við höfum líka boðað það að við munum taka mál inn á milli annarrar og þriðju umræðu. Það er ekki óalgengt við svona mál eins og þetta,“ sagði Bryndís í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vafi um stjórnskipulegt gildi Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í sama viðtali að sér þætti sérkennilegt að boða í upphafi annarrar umræðu breytingar milli umræðna, án þess að vilja taka efnislega umræðu um þær breytingar í þingsal. „Við vonum að minnsta kosti að breytingarnar verði til þess að bæta frumvarpið. Það sem við höfum fyrst og fremst út á það að setja núna er að það er verið að afnema góða reglugerðarbreytingu Þórdísar Kolbrúnar sem verndar börn sem fest hafa hér rætur. Það er verið að skerða þjónustu hjá stórum hópi fólks, taka af því fæði, klæði, heilbrigðisþjónustu undir vissum skilmálum. Síðan hafa náttúrulega komið athugasemdir frá Mannréttindastofnun Háskóla Íslands að það sé vafasamt að þetta geti staðist stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Logi. Einhverjir hafi misskilið ákvæði frumvarpsins Bryndís sagði að meirihlutinn hefði ekki ákveðið að gera neinar breytingar, þó það kynni að vera. Slíkar breytingar yrðu þá fyrst og fremst til þess að skýra frumvarpið. „Það er alveg ljóst að sumir hafa misskilið ákveðin ákvæði, þannig að það kann að vera að við þurfum að skýra það frekar, hvort sem er með hreinum breytingatillögum eða frekari umfjöllun í nefndaráliti, sem er auðvitað lögskýringargögn. Hér er ekki verið að brjóta mannréttindi á fólki, hér er einfaldlega verið að auka skilvirkni og ná betur utan um þennan mjög svo mikilvæga málaflokk,“ sagði Bryndís. Aðspurður hvort ekki væru líkur á að umræða um málið í þinginu myndi dragast enn frekar sagðist Logi ekki geta sagt til um það. „Samfylkingin hefur komið málefnalega inn í þessa umræðu. Við erum búin að halda okkar ræður, koma okkar sjónarmiðum á framfæri, leggja fram skýrt nefndarálit. Svo verðum við bara að sjá til,“ sagði Logi. Alþingi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Þegar þessi frétt er skrifuð er málið enn til umræðu á þinginu, og hafa þingmenn Pírata verið duglegir að stíga upp í pontu Alþingis. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að málið verði ekki kallað aftur inn í nefnd, líkt og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði fyrr í dag að ætti að gera. „Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meirihluta. Meirihlutinn hefur ákveðið að þetta mál fái núna afgreiðslu og við höfum afgreitt það út úr nefndinni. Við höfum líka boðað það að við munum taka mál inn á milli annarrar og þriðju umræðu. Það er ekki óalgengt við svona mál eins og þetta,“ sagði Bryndís í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vafi um stjórnskipulegt gildi Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í sama viðtali að sér þætti sérkennilegt að boða í upphafi annarrar umræðu breytingar milli umræðna, án þess að vilja taka efnislega umræðu um þær breytingar í þingsal. „Við vonum að minnsta kosti að breytingarnar verði til þess að bæta frumvarpið. Það sem við höfum fyrst og fremst út á það að setja núna er að það er verið að afnema góða reglugerðarbreytingu Þórdísar Kolbrúnar sem verndar börn sem fest hafa hér rætur. Það er verið að skerða þjónustu hjá stórum hópi fólks, taka af því fæði, klæði, heilbrigðisþjónustu undir vissum skilmálum. Síðan hafa náttúrulega komið athugasemdir frá Mannréttindastofnun Háskóla Íslands að það sé vafasamt að þetta geti staðist stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Logi. Einhverjir hafi misskilið ákvæði frumvarpsins Bryndís sagði að meirihlutinn hefði ekki ákveðið að gera neinar breytingar, þó það kynni að vera. Slíkar breytingar yrðu þá fyrst og fremst til þess að skýra frumvarpið. „Það er alveg ljóst að sumir hafa misskilið ákveðin ákvæði, þannig að það kann að vera að við þurfum að skýra það frekar, hvort sem er með hreinum breytingatillögum eða frekari umfjöllun í nefndaráliti, sem er auðvitað lögskýringargögn. Hér er ekki verið að brjóta mannréttindi á fólki, hér er einfaldlega verið að auka skilvirkni og ná betur utan um þennan mjög svo mikilvæga málaflokk,“ sagði Bryndís. Aðspurður hvort ekki væru líkur á að umræða um málið í þinginu myndi dragast enn frekar sagðist Logi ekki geta sagt til um það. „Samfylkingin hefur komið málefnalega inn í þessa umræðu. Við erum búin að halda okkar ræður, koma okkar sjónarmiðum á framfæri, leggja fram skýrt nefndarálit. Svo verðum við bara að sjá til,“ sagði Logi.
Alþingi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent