Íslenskir áhrifavaldar í ferð í boði tískufatakeðjunnar Gina Tricot Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 20:16 Helga Margrét er ein af þeim stórglæsilegu konum sem vinna með Gina Tricot. Gina Tricot Aðdáendur sænsku tískufatakeðjunnar Gina Tricot geta nú glaðst því keðjan hyggst opna verslun hér á landi síðar á þessu ári. Gina Tricot er Íslendingum að góðu kunn enda rekur tískuvörumerkið um 150 verslanir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. Þá hefur hluti vörulínu Ginu Tricot verið aðgengilegur Íslendingum í gegnum vefsíðuna noomi.is síðastliðin fjögur ár. Það eru hjónin Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, eigendur Lindex á Íslandi, sem opna verslunina hér á landi í gegnum umboðssamning. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir.Lindex Skandinavísk hönnun og samfélagsleg ábyrgð „Þegar tækifæri bauðst að gefa Íslendingum möguleika á að upplifa tískuvörumerkið Gina Tricot urðum við strax áhugasöm og hefur það verið sérlega ánægjulegt að undirbúa komu Gina Tricot til Íslands. Við erum full tilhlökkunar til framtíðarinnar hér á Íslandi!,“ segir Lóa Dagbjört. Gina Tricot er skandinavískt merki sem býður upp á tískufatnað og fylgihluti fyrir konur. Undanfarin ár hefur vörumerkið þróast og kynnt nýjar línur á borð við Gina Tricot Home og Gina Tricot Young sem er lína í stærðum 134-164. Einkenni Gina Tricot er skandinavísk hönnun sem miðar að því að veita konum innblástur frá trendum helstu tískuborga heims. Merkið leggur einnig mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og að vera virkur þátttakandi í að skapa sjálfbærari tískuiðnað. „Við erum stöðugt að leitast við að bæta okkur og verða betri með sjálfbærum hætti. Uppbygging Gina Tricot hefur leitt til þess að nú er Ísland að bætast við sem fyrir okkur er afar spennandi. Í samvinnu við okkar umboðsaðila erum við himinlifandi að opna dyr Gina Tricot fyrir okkar viðskiptavini á Íslandi,“ segir Ted Boman, forstjóri Gina Tricot AB. Gina Tricot opnar á Íslandi.Aðsent Samfélagsmiðlastjörnur í heimsókn í höfuðstöðvunum Ný vefverslun Gina Tricot á Íslandi lítur dagsins ljós þann 17. mars. Síðar á árinu opnar svo verslun með heildarvörulínu tískuvörumerkisins. Þangað til er hægt að fylgjast með á Instagram. Í tilefni opnunarinnar á Íslandi var nokkrum íslenskum samfélagsmiðlastjörnum boðið í heimsókn í höfuðstöðvar Gina Tricot í Borås í Svíþjóð. Þar á meðal eru Helga Margrét, Sunneva Einars, Tanja Ýr og LauraSif og má því ætla að þær eigi eftir að vinna með merkinu. Þær hafa sýnt frá heimsókninni á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér að neðan. Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einars er í heimsókn í höfuðstöðvum Gina Tricot í Svíþjóð. Sunneva hefur sýnt frá heimsókninni á samfélagsmiðlum. Gina Tricot býður upp á skandinavískan tískufatnað fyrir konur. Samfélagsmiðlastjarnan Helga Margrét er einnig í heimsókn í höfuðstöðvunum. Íslensk heimasíða Gina Tricot opnar 17. mars en hægt er að fylgjast með merkinu á Instagram. Laurasif hefur einnig sýnt frá heimsókninni á sínum samfélagsmiðlum. Helga Margrét glæsileg í Gina Tricot fatnaði. Hægt er að fylgjast með heimsókn Helgu Margrétar, Sunnevu og Tönju Ýrar á Instagram síðum þeirra. Tíska og hönnun Svíþjóð Samfélagsmiðlar Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Gina Tricot er Íslendingum að góðu kunn enda rekur tískuvörumerkið um 150 verslanir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. Þá hefur hluti vörulínu Ginu Tricot verið aðgengilegur Íslendingum í gegnum vefsíðuna noomi.is síðastliðin fjögur ár. Það eru hjónin Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, eigendur Lindex á Íslandi, sem opna verslunina hér á landi í gegnum umboðssamning. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir.Lindex Skandinavísk hönnun og samfélagsleg ábyrgð „Þegar tækifæri bauðst að gefa Íslendingum möguleika á að upplifa tískuvörumerkið Gina Tricot urðum við strax áhugasöm og hefur það verið sérlega ánægjulegt að undirbúa komu Gina Tricot til Íslands. Við erum full tilhlökkunar til framtíðarinnar hér á Íslandi!,“ segir Lóa Dagbjört. Gina Tricot er skandinavískt merki sem býður upp á tískufatnað og fylgihluti fyrir konur. Undanfarin ár hefur vörumerkið þróast og kynnt nýjar línur á borð við Gina Tricot Home og Gina Tricot Young sem er lína í stærðum 134-164. Einkenni Gina Tricot er skandinavísk hönnun sem miðar að því að veita konum innblástur frá trendum helstu tískuborga heims. Merkið leggur einnig mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og að vera virkur þátttakandi í að skapa sjálfbærari tískuiðnað. „Við erum stöðugt að leitast við að bæta okkur og verða betri með sjálfbærum hætti. Uppbygging Gina Tricot hefur leitt til þess að nú er Ísland að bætast við sem fyrir okkur er afar spennandi. Í samvinnu við okkar umboðsaðila erum við himinlifandi að opna dyr Gina Tricot fyrir okkar viðskiptavini á Íslandi,“ segir Ted Boman, forstjóri Gina Tricot AB. Gina Tricot opnar á Íslandi.Aðsent Samfélagsmiðlastjörnur í heimsókn í höfuðstöðvunum Ný vefverslun Gina Tricot á Íslandi lítur dagsins ljós þann 17. mars. Síðar á árinu opnar svo verslun með heildarvörulínu tískuvörumerkisins. Þangað til er hægt að fylgjast með á Instagram. Í tilefni opnunarinnar á Íslandi var nokkrum íslenskum samfélagsmiðlastjörnum boðið í heimsókn í höfuðstöðvar Gina Tricot í Borås í Svíþjóð. Þar á meðal eru Helga Margrét, Sunneva Einars, Tanja Ýr og LauraSif og má því ætla að þær eigi eftir að vinna með merkinu. Þær hafa sýnt frá heimsókninni á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér að neðan. Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einars er í heimsókn í höfuðstöðvum Gina Tricot í Svíþjóð. Sunneva hefur sýnt frá heimsókninni á samfélagsmiðlum. Gina Tricot býður upp á skandinavískan tískufatnað fyrir konur. Samfélagsmiðlastjarnan Helga Margrét er einnig í heimsókn í höfuðstöðvunum. Íslensk heimasíða Gina Tricot opnar 17. mars en hægt er að fylgjast með merkinu á Instagram. Laurasif hefur einnig sýnt frá heimsókninni á sínum samfélagsmiðlum. Helga Margrét glæsileg í Gina Tricot fatnaði. Hægt er að fylgjast með heimsókn Helgu Margrétar, Sunnevu og Tönju Ýrar á Instagram síðum þeirra.
Tíska og hönnun Svíþjóð Samfélagsmiðlar Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira