Íslenskir áhrifavaldar í ferð í boði tískufatakeðjunnar Gina Tricot Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 20:16 Helga Margrét er ein af þeim stórglæsilegu konum sem vinna með Gina Tricot. Gina Tricot Aðdáendur sænsku tískufatakeðjunnar Gina Tricot geta nú glaðst því keðjan hyggst opna verslun hér á landi síðar á þessu ári. Gina Tricot er Íslendingum að góðu kunn enda rekur tískuvörumerkið um 150 verslanir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. Þá hefur hluti vörulínu Ginu Tricot verið aðgengilegur Íslendingum í gegnum vefsíðuna noomi.is síðastliðin fjögur ár. Það eru hjónin Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, eigendur Lindex á Íslandi, sem opna verslunina hér á landi í gegnum umboðssamning. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir.Lindex Skandinavísk hönnun og samfélagsleg ábyrgð „Þegar tækifæri bauðst að gefa Íslendingum möguleika á að upplifa tískuvörumerkið Gina Tricot urðum við strax áhugasöm og hefur það verið sérlega ánægjulegt að undirbúa komu Gina Tricot til Íslands. Við erum full tilhlökkunar til framtíðarinnar hér á Íslandi!,“ segir Lóa Dagbjört. Gina Tricot er skandinavískt merki sem býður upp á tískufatnað og fylgihluti fyrir konur. Undanfarin ár hefur vörumerkið þróast og kynnt nýjar línur á borð við Gina Tricot Home og Gina Tricot Young sem er lína í stærðum 134-164. Einkenni Gina Tricot er skandinavísk hönnun sem miðar að því að veita konum innblástur frá trendum helstu tískuborga heims. Merkið leggur einnig mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og að vera virkur þátttakandi í að skapa sjálfbærari tískuiðnað. „Við erum stöðugt að leitast við að bæta okkur og verða betri með sjálfbærum hætti. Uppbygging Gina Tricot hefur leitt til þess að nú er Ísland að bætast við sem fyrir okkur er afar spennandi. Í samvinnu við okkar umboðsaðila erum við himinlifandi að opna dyr Gina Tricot fyrir okkar viðskiptavini á Íslandi,“ segir Ted Boman, forstjóri Gina Tricot AB. Gina Tricot opnar á Íslandi.Aðsent Samfélagsmiðlastjörnur í heimsókn í höfuðstöðvunum Ný vefverslun Gina Tricot á Íslandi lítur dagsins ljós þann 17. mars. Síðar á árinu opnar svo verslun með heildarvörulínu tískuvörumerkisins. Þangað til er hægt að fylgjast með á Instagram. Í tilefni opnunarinnar á Íslandi var nokkrum íslenskum samfélagsmiðlastjörnum boðið í heimsókn í höfuðstöðvar Gina Tricot í Borås í Svíþjóð. Þar á meðal eru Helga Margrét, Sunneva Einars, Tanja Ýr og LauraSif og má því ætla að þær eigi eftir að vinna með merkinu. Þær hafa sýnt frá heimsókninni á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér að neðan. Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einars er í heimsókn í höfuðstöðvum Gina Tricot í Svíþjóð. Sunneva hefur sýnt frá heimsókninni á samfélagsmiðlum. Gina Tricot býður upp á skandinavískan tískufatnað fyrir konur. Samfélagsmiðlastjarnan Helga Margrét er einnig í heimsókn í höfuðstöðvunum. Íslensk heimasíða Gina Tricot opnar 17. mars en hægt er að fylgjast með merkinu á Instagram. Laurasif hefur einnig sýnt frá heimsókninni á sínum samfélagsmiðlum. Helga Margrét glæsileg í Gina Tricot fatnaði. Hægt er að fylgjast með heimsókn Helgu Margrétar, Sunnevu og Tönju Ýrar á Instagram síðum þeirra. Tíska og hönnun Svíþjóð Samfélagsmiðlar Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Segist ganga í söfnuð Votta Jehóva til að losna við jólaundirbúning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira
Gina Tricot er Íslendingum að góðu kunn enda rekur tískuvörumerkið um 150 verslanir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. Þá hefur hluti vörulínu Ginu Tricot verið aðgengilegur Íslendingum í gegnum vefsíðuna noomi.is síðastliðin fjögur ár. Það eru hjónin Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, eigendur Lindex á Íslandi, sem opna verslunina hér á landi í gegnum umboðssamning. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir.Lindex Skandinavísk hönnun og samfélagsleg ábyrgð „Þegar tækifæri bauðst að gefa Íslendingum möguleika á að upplifa tískuvörumerkið Gina Tricot urðum við strax áhugasöm og hefur það verið sérlega ánægjulegt að undirbúa komu Gina Tricot til Íslands. Við erum full tilhlökkunar til framtíðarinnar hér á Íslandi!,“ segir Lóa Dagbjört. Gina Tricot er skandinavískt merki sem býður upp á tískufatnað og fylgihluti fyrir konur. Undanfarin ár hefur vörumerkið þróast og kynnt nýjar línur á borð við Gina Tricot Home og Gina Tricot Young sem er lína í stærðum 134-164. Einkenni Gina Tricot er skandinavísk hönnun sem miðar að því að veita konum innblástur frá trendum helstu tískuborga heims. Merkið leggur einnig mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og að vera virkur þátttakandi í að skapa sjálfbærari tískuiðnað. „Við erum stöðugt að leitast við að bæta okkur og verða betri með sjálfbærum hætti. Uppbygging Gina Tricot hefur leitt til þess að nú er Ísland að bætast við sem fyrir okkur er afar spennandi. Í samvinnu við okkar umboðsaðila erum við himinlifandi að opna dyr Gina Tricot fyrir okkar viðskiptavini á Íslandi,“ segir Ted Boman, forstjóri Gina Tricot AB. Gina Tricot opnar á Íslandi.Aðsent Samfélagsmiðlastjörnur í heimsókn í höfuðstöðvunum Ný vefverslun Gina Tricot á Íslandi lítur dagsins ljós þann 17. mars. Síðar á árinu opnar svo verslun með heildarvörulínu tískuvörumerkisins. Þangað til er hægt að fylgjast með á Instagram. Í tilefni opnunarinnar á Íslandi var nokkrum íslenskum samfélagsmiðlastjörnum boðið í heimsókn í höfuðstöðvar Gina Tricot í Borås í Svíþjóð. Þar á meðal eru Helga Margrét, Sunneva Einars, Tanja Ýr og LauraSif og má því ætla að þær eigi eftir að vinna með merkinu. Þær hafa sýnt frá heimsókninni á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér að neðan. Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einars er í heimsókn í höfuðstöðvum Gina Tricot í Svíþjóð. Sunneva hefur sýnt frá heimsókninni á samfélagsmiðlum. Gina Tricot býður upp á skandinavískan tískufatnað fyrir konur. Samfélagsmiðlastjarnan Helga Margrét er einnig í heimsókn í höfuðstöðvunum. Íslensk heimasíða Gina Tricot opnar 17. mars en hægt er að fylgjast með merkinu á Instagram. Laurasif hefur einnig sýnt frá heimsókninni á sínum samfélagsmiðlum. Helga Margrét glæsileg í Gina Tricot fatnaði. Hægt er að fylgjast með heimsókn Helgu Margrétar, Sunnevu og Tönju Ýrar á Instagram síðum þeirra.
Tíska og hönnun Svíþjóð Samfélagsmiðlar Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Segist ganga í söfnuð Votta Jehóva til að losna við jólaundirbúning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira