Lífið

Rándýrar sjálfur úr stjörnum prýddu konuboði

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Brot af myndunum sem birtust á Instagram frá konuboði Anastasiu Beverly Hills.
Brot af myndunum sem birtust á Instagram frá konuboði Anastasiu Beverly Hills. Samsett/Instagram

Kim Kardashian birti mynd af sér með Opruh Winfrey og Jennifer Lopez á Instagram um helgina. Tilefnið var 25 ára starfsafmæli augabrúnadrottningarinnar Anastasiu Soare.

Anastasia Beverly Hills vörurnar eru seldar um allan heim en aðeins fáar útvaldar komast í augabrúnameðferðir hjá Anastasiu sjálfri. Haldið var sérstakt kvennamatarboð henni til heiðurs um helgina og gestalistinn var áhugaverður.

Auk Kim, Opru og Jennifer voru þar einnig Heidi Klum, Rita Wilson, Sharon Stone, Jessica Alba, Sofia Vergara, Priyanka Chopra Jonas, Alessandra Ambrosio, Kris Jenner og fleiri konur eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×